Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Fór í hjartastopp eftir eitraðan bjór: „Og ég vakna þremur dögum seinna á gjörgæslunni í Reykjavík“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýjasti gestur Mannlífsins er maður sem gengið hefur í gegnum mikinn ólgusjó en það er skipstjórinn Páll Steingrímsson.

Páll hefur verið mikið í fjölmiðlum síðustu árin en hann er skipstjóri hjá Samherja og komst í fréttirnar þegar hann var sakaður um að vera „skæruliði“ Samherja. Þá steig hann fram og sagði frá eiturbyrlun sem hann varð fyrir en í kjölfarið var síma hans stolið og komið í hendur fjölmiðla, að sögn Páls.

Skipstjórinn segir Reyni Traustasyni frá því þegar eiginkona hans þáverandi, sem hafði glímt við andleg veikindi, eitraði fyrir honum þegar þau stóðu í skilnaði, sem varð til þess að hann fór í hjartastopp. Páll hafði boðið henni að borða kvöldmat með sér og dóttur þeirra en svo hafi hann farið í sturtu, fengið sér bjór og horft á sjónvarpið en farið svo í háttinn.

„Þá kemur hún allt í einu aftur og heimta að fá að sjá símann minn. Og ég segi bara nei, við erum að skilja og þú hefur bara ekkert að gera með það að skoða símann minn.“

Reynir: „Af hverju vildi hún sjá símann þinn?“

Páll: „Ég veit það ekki. Ég segi bara nei, þú færð ekkert að sjá símann.“ Páll segir svo Reyni frá því að hún hafi farið fram en að hún hafi haft þann sið í mörg ár að ef það var ekki til kaffi, þá sótti hún bolla og setti smá bjór í hann og settist úti á svalir með sígarettu og bollann. Og hann hafi alltaf fengið afganginn á bjórnum. „Og ég drekk bara lítinn bjór. Nema þarna kemur hún með bjórinn allt í einu inn í herbergið. Ég var búinn að tannbursta mig og segi „Nei, ég ætla ekki að drekka þetta“. En hún segir „Ætlarðu ekki að drekka bjórinn?“,“ sagði Páll og heldur áfram. „Ég sagðist vera búinn að tannbursta mig en þá svarar hún „Ja, það þýðir ekkert að kenna mér um það ef verður flatur“. Og bara til að fá ekki rifrildi, þá bara tek ég hann og skelli honum í mig. Og ég segi „Hann er eitthvað beiskur þessi“, en hún segir „Þú veist að Thule er ekki beiskur“, og ég segi „Nei, það er alveg rétt“.“ Páll segir að konan hans fyrrverandi hafi þá farið fram og hann upp í rúm. „Og ég vakna bara þremur dögum seinna á gjörgæslunni í Reykjavík.“

- Auglýsing -

Reynir spurði Pál hvernig það hefði uppgötvast um nóttina að ekki væri allt með felldu. Páll sagði að það væri eitthvað sem enginn skilur. Hann hefði vaknað um nóttina og haft smá meðvitund í um 15 mínútur en hann man ekki eftir því. „Ég næ að skríða yfir til nágrannanna. Ég var bara í náttbuxum og engu öðru. Ég næ til þeirra og banka á bakdyrnar, sem eru nær mér. En það kemur enginn til dyra þannig að ég skríð einhvern veginn að aðaldyrunum hjá þeim. Næ að gera vart við mig því þegar þau svo opna, þá dett ég bara í fangið á þeim.“ Páll sagði að nágrannarnir hafi veitt honum fyrstu hjálp og hringt á sjúkrabíl. Þegar á sjúkrahúsið á Akureyri var komið var Páll með skerta meðvitund án þess að muna eftir því sjálfur og honum skilst að það hafi verið hægt að tala við hann eitthvað, þó það væri hálf samhengislaust það sem hann sagði. „Það kemur alveg fram í gögnum að ég talaði um að það hefði verið eitrað fyrir mér. Ég segi það strax.“

Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -