Nú ertu orðin forystumaður í Landssambandi kúabænda.
„Við höfum sameinast Bændasamtökunum eins og önnur búgreinarfélög. Ég er formaður Búgreinadeildar nautgripabænda í Bændasamtökunum og er nýlega orðin varaformaður Bændasamtakanna,“ segir Herdís Magna Gunnarsdóttir í viðtali við Guðna Ágústsson þar sem þau ræða um ýmis málefni kúabænda og landbúnaðarins. Hér fyrir neðan er tekið úr viðtalinu varðandi kúabúskap og nautgriparækt.
Kúabúskapurinn hefur þróast með miklum hraða á þessari öld. Hvernig sérðu hann fyrir þér?
Þetta hefur fylgt þessari tækniframför eða byltingu.
„Maður vill ekki taka of stóra ábyrgð á því að segja hvernig þetta verður. Kúabúum hefur fækkað mikið og hratt en þau hafa stækkað og það er sama þróun og við sjáum alls staðar annars staðar og ég held að það sé óhjákvæmilegt að þeim muni fækka meira. Við sjáum fram á það. En svo á maður von á að það nái einhverju jafnvægi og meiri stöðnun. En þetta hefur fylgt þessari tækniframför eða byltingu.“
Það er gríðarleg tæknibreyting. Þetta er nútímafjós.
„Já, það er mikill munur frá því sem var áður. Þú kannski gast byggt til að bæta við nokkrum básum og þar af leiðandi líka bætt við smákvóta en núna þarftu alltaf helst að byggja fyrir einn róbóta í einu og það eru kannski 60 kýr. Þannig að þetta stækkar í stærri einingum.“
Herdís segir að Íslendingar eigi heimsmet í hlutfalli af mjólk sem kemur úr róbótum. „Það er hvergi annars staðar jafnhátt hlutfall af mjólkinni sem kemur inn í hverju landi úr mjaltaþjónum.“ Herdís, sem er bóndi á Egilsstöðum sem hefur verið í ættinni í nokkrar kynslóðir, segir að hún hafi verið 14 ára þegar foreldrar hennar byggðu nýtt fjós og minnir hana að það hafi verið annað fjósið til þess að kaupa mjaltaþjón til Íslands.
Hvað í ósköpunum hefur gerst með íslensku kúna? Allt í einu er hún farin að mjólka upp í 14.000 lítra. Og þegar ég var strákur þótti met að fara yfir 4.000. Er þetta aðbúnaðurinn eða er þetta ræktunarstarfið?
Aðbúnaðurinn er náttúrlega allt annar og við höfum náð árangri í ræktunarstarfi.
„Aðbúnaðurinn, þekkingin og þróunin í fóðuröfluninni. Aðbúnaðurinn er náttúrlega allt annar og við höfum náð árangri í ræktunarstarfi; gríðarlegum vil ég meina.“
Kúabúskapurinn hefur batnað mjög. Eru bændurnir mjög vakandi og í eilífri þróun og lærdómi við að mennta sig áfram?
„Já, ég vil leyfa mér að segja það. Auðvitað er það mismunandi milli einstaklinga eins og alls staðar annars staðar í öllum greinum. En já, það er alltaf verið að leita einhverrar þróunar áfram og bæta tækni og nýtingu.“
Menn eru ekki lengur að tala um norskt kúakyn.
Þá var tekin þessi ákvörðun að fara í stærri verkefni til að rækta áfram kúakynið.
„Það blossaði aftur upp á síðasta búgreinaþingi. Það var verið að rifja það upp. Pabbi talaði mikið fyrir norska kúakyninu á sínum tíma en við verðum að horfa á það að bændur hafa sameinast um það. Það hefur verið fundað um þetta og mikið tekist á. Það er ákvörðun bænda að flytja ekki inn norskt kúakyn. Og þá var tekin þessi ákvörðun að fara í stærri verkefni til að rækta áfram kúakynið. Og við erum farin að sjá að veruleika þetta stóra verkefni sem felst í að það er búið að greina erfðamengi íslensku kýrinnar og þá er hægt að taka DNA-sýni þegar gripirnir fæðast og við getum séð hversu efnilegir þeir verða. Þetta styttir ættliðabilið úr sjö árum í tvö af því að við þurftum alltaf að fá naut og ná úr því sæði, það þurftu að koma kálfar og þeir þurftu að verða að kúm til þess að hægt væri að dæma hve afkvæmin væru góð eins og þetta er í dag. En þetta byrjaði í vor og fá bændur merki; við pöntum okkar merki og tökum sýni úr öllum kvígum sem fæðast og sendum til greiningar og svo fáum við greiningu til baka. Þetta er ofboðslega spennandi og gaman.“
Skyldleikarækt er ekkert að há íslenska kúastofninum? „Nei, nefnilega ekki. Minna en maður hefði kannski haldið. En það er nokkuð góður erfðafjölbreytileiki í íslenska kúakyninu.“
Eftirspurn eftir góðu nautakjöti
Nú ertu ekki bara að sjá um kýrnar og kúabændur. Undir þinn lið heyrir líka hin nýja atvinna sem hefði kannski átt að koma löngu fyrr: Að framleiða nautakjöt.
Svo hafa verið fluttir inn fósturvísar hingað til Íslands.
„Það hefur stundum verið sagt að nautakjötið hafi verið ákveðin aukaafurð af mjólkurframleiðslunni. En það má ekki misskiljast. Ég hef áttaði mig á að það hafi verið misskilningur. Fólk heldur að það hafi verið fæddir kálfar til þess að lóga þeim en þeir hafa verið aldir. En nú er alltaf að stóraukast meiri fagmennska í nautakjötsframleiðslunni. Það hefur áður verið flutt inn erlent holdakyn; það var Galloway, síðan Angus og síðan núna erum við að fá nýtt erfðaefni frá Angus; frá Noregi. Það er samtíningur af því besta í heiminum. Í Noregi taka þeir frá öðrum löndum og rækta þar upp og það er með bestu „angusum“ í heiminum. Svo hafa verið fluttir inn fósturvísar hingað til Íslands. Núna í vor erum við að fá fyrsta kjötið af þessum nýju gripum frá bændum á markað. Þetta er nýr atvinnuvegur í landbúnaðinum og hefur verið ákveðin vöntun og mikil eftirspurn. Það selst allt nautakjöt í landinu. Mig minnir að við séum með 80% hlutdeild í nautakjöti. Og náttúrlega er mikið flutt inn líka. Það er alltaf eftirspurn eftir góðu nautakjöti.“
Kjötsalar segja að það vanti kjöt, ekki síst nautakjöt.
Við höfum séð verð á nautakjöti úti í búð fara hækkandi jafnt og þétt.
„Já, það er það sem við höfum verið að sjá og það er jafnvel líka erfitt að nálgast það erlendis. Það hefur verið slæm þróun í nautakjötsframleiðslunni. Það hefur ekki verið passað nægilega vel upp á þetta. Þegar tollasamningurinn við Evrópusambandið tók gildi þá hefur það þær afleiðingar að tollkvótar fyrir nautakjöt hafa aukist um 600% síðan 2016. Það er ofboðslega mikið magn og aukin samkeppni en engu að síður átta ég mig ekki alveg á af hverju það þarf endilega að þýða að afurðaverð til bænda og framleiðenda hefur lækkað jafnt og þétt á þessum tíma. Og rökin fyrir því að opna fyrir innflutning eru oftast þau að það eigi að lækka verð. En við höfum séð verð á nautakjöti úti í búð fara hækkandi jafnt og þétt síðan þetta gerðist og auðvitað vísitölu neysluverðs á sama tíma. En á sama tíma lækkar verðið til bænda. Þetta var náttúrlega það sem var varað við. Það var ástæða fyrir því að bændur voru að berjast gegn þessu. Þetta hefur haft þær afleiðingar að afurðaverð til bændanna hefur lækkað.“