Guðmundur Jón um blóðmerarhald ,,Ekki hlusta á upphrópuð skellibjöllulæti!“

top augl

Athafnamaðurinn, hesta- og ferðaþjónustubóndinn Guðmundur Jón Viðarsson í Skálakoti í Rangárvallasýslu er gestur Guðna Ágústssonar að þessu sinni.

Sonur Guðmundar heldur blóðmerar í Holti og aðspurður segist hann því þekkja vel til þess búskapar. Mikill hiti hefur verið í umræðunni um blóðmerarhald eftir að myndband fór á kreik sem sýnir ljóta mynd af blóðmerarhaldi.

Það er margt sem getur sært augað, sérstaklega ef þú leitar að því.

„Við megum heldur ekki gleyma því að þetta títt umtalaða myndband er afurð þriggja ára vinnu, mestmegnis með faldar myndavélar og verið að taka upp. Mér er það til efs að nokkurt dýrahald og alveg eins bara kattahald í blokk myndi þola það endalaust að vera með faldar myndavélar á sér endalaust. Og nú er ég ekki að mæla með dýraplageringu nema síður sé; að sjálfsögðu ekki.“

Útflutningstekjur af blóðmerarhaldi á síðasta ári voru um tveir milljarðar króna sem er svipuð upphæð og fékkst fyrir útflutning á lífhrossum.

Spurður nánar út í merarblóðið segir Guðmundur að „þarna eru bændur viða um land með öfluga búgrein án ríkisstyrkja að stuðla að því samfélagi og nærumhverfi sem þeir lifa í. Dýralæknar framkvæma blóðtökuna og MAST annast eftirlit. Þetta er eins öruggt og það getur verið en það sárnaði mörgum að þegar þetta tiltekna myndband kom upp að þá var farið beint í bóndann en enginn krafinn ábyrgðar en þá er ég ekki að gera lítið úr hlut bóndans; enginn er yfir það hafinn að hafa á sér skoðun.“

Spurður út í hvaða álit hann hefði á því magni sem tekið er úr hverri hryssu segir hann ekki hafa neitt fræðilegt álit á því „það er örugglega gert að undirlagi þar til bærra manna. Við skulum snúa þessu við og segja að það væri tekin úr kaplamjólk. Það koma meiri tilfinningar bara af því að það er verið að taka blóð. Ef hryssurnar væru mjólkaðar og þetta tekið úr kaplamjólkinni, nú reikna ég með að það sé í kaplamjólkinni þetta hormón þetta er bara í hryssunni yfir höfuð, þá væri ekki eins yfirdrifin umræða.“

Þá er mikilvægast í þessu að bíða þeirrar niðurstöðu sem að nefndin sem landbúnaðarráðherra skipaði og standa hreint að þessu verkefni haldi menn því áfram en ekki hlusta á upphrópuð skellibjöllulæti einhver sem fara hvað hæst þessa dagana.

Guðmundur hefur setið um árabil í sveitastjórn Rangarþings Eystra og spurður út í baráttumálin ber sameining sveitarfélaga hæst „allavega er það búið að vera þannig frá því að ég kom að þessu að það er gegnum gangandi að það er alltaf verið að setja á okkur meiri ábyrgð og okkur er ætlað meira jafnvel án fjárhagsaðstoðar til þess. Og að sjálfsögðu þá eru okkar þegnar í Rangarþingi Eystra eins og út um allan borg og bý það krefst þeirrar þjónustu sem best er og að sjálfsögðu. Litlu einingarnar eiga erfiðara með að viðhalda topp þjónustunni eins og krafist er.“

Mat hans er að pólitíkina ætti ekki að setja í fyrsta sætið, ölluheldur að skapa hagsæld með réttum vinnubrögðum. Landsmálapólitíkin eigi kannski ekkert svo mikið erindi inn í þessi minni sveitarfélög þar sem það er nógu erfitt að finna öflugt fólk sem er tilbúið að leggja þetta á sig.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni