Seinni hluti: Guðmundur M. Kristjánsson fékk lögregluvernd: „Ég var með áhöfnina á stofuglugganum“

top augl

Guðmundur M. Kristjánsson, fráfarandi hafnarstjóri á Ísafirði, hefur lent í ýmsum uppákomum í störfum sínum víða um heim. Hann segir hér sögu sína í seinni hluta viðtals við Sjóarann. Þarna var svo komið sögu að sjómenn sem útgerðin hafði svikið voru mættir á stofugluggann hjá Guðmundi. „Ég bað þá afsökunar og sagði að ég væri að reyna að vinna í þessu; þeir fengju launin sín en að ég ætti í erfiðleikum með að tala við þá akkúrat þarna. Ég vissi raunverulega ekki neitt. Ég fékk engar upplýsingar frá þeim sem raunverulega voru þannig lagað séð rekstraraðilar fyrirtækisins, meðeigendurnir á Falklandseyjum. Þeir voru búnir að loka á mig öllum dyrum. Þeir töluðu ekki við mig. Þeir sögðu bara að ég myndi sjá um þetta. Og þar var tékkheftið. Og þar var aðgangurinn að öllu“.

„Akkúrat þarna þegar ég var með áhöfnina á stofuglugganum varð ég svolítið smeykur. Ég þorði ekki út og hringdi á lögregluna. Þá hafði lögreglan fengið einhvern pata af þessu og að ég væri hugsanlega í smáhættu. Þegar menn eru orðnir hræddir um að það sé verið að hlunnfara þá, og smáfyllirí og ofsi kominn í mannskapinn, þá fer maður ekki bláedrú beint í fangið á þeim. Þannig að þessa sólarhringa sem ég var þarna að ganga frá þessum málum á Falklandseyjum þá var ég undir lögregluvernd. Löggan passaði mig 24/7 og vildi að það kæmi ekkert fyrir þennan ágæta mann. Og gerði það vel“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni