Guðmundur S. – 3. þáttur: Komst að andláti dóttur sinnar á Facebook

top augl

Sjóarinn heimsótti Guðmund Sigurð Guðmundsson á heimili hans í Malmö í Svíþjóð en hann þurfti að ganga í gegnum þá skelfilegu raun að missa eiginkonu sína og dóttur sama daginn í október árið 2023.

Guðmundur missti konu sína seint um nótt þann 20. október. Hún hafði verið veik af krabbameini lengi á undan og kvartaði undan því að vera illt í öllum skrokknum. Skömmu síðar fékk hún hjartaáfall og við það ýtti Guðmundur á neyðarhnapp en þrátt fyrir lífgunartilraunir í 2-3 tíma af hálfu viðbragðsaðila lést hún.

Guðmundur hafði lítið getað farið á meðan kona hans hafði verið veik og þetta varð til þess að hann tók ákvörðun um að sækja dóttur sína, Guðbjörgu Svövu, heim til Íslands en hún hafði verið að kljást við fíkn.

Önnur dóttir hans hafði komið til hans til að hjálpa Guðmundi og þegar þau skráðu sig inn á Facebook til að tilkynna um andlát konu hans blasti við þeim stöðufærsla sem greindi frá því að Guðbjörg dóttir hans væri látin.

Guðbjörg var kvænt Tómasi Waagfjörð sem var myrtur á Ólafsfirði 3.október síðastliðinn. Guðmundur segir frá því að Tómas hafi gengið í skrokk á dóttur sinni og í hans augum hafi hann ekki verið myrtur og bætir við að hefði þetta atvikast svona í Íslendingasögunum hefði sá sem hann vó verið titlaður kappi.

Sjáðu viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni