Guðmundur Sigurður Guðmundsson þurfti að ganga í gegnum þá skelfilegu raun að missa eiginkonu sína og dóttur sama daginn í október árið 2023. Guðmundur starfaði um árabil sem sjómaður á Íslandsmiðum en flutti til Svíþjóðar, fjallar um missinn í þriðja og síðasta þætti viðtalsins sem sýndur verður að viku liðinni, en Sjóarinn heimsótti Guðmund á heimili hans í Malmö í Svíþjóð.
Guðmundur hefur þurft að berjast við Bakkus í gegnum tíðina en hefur verið edrú síðan 1989 og var einn af þeim fyrstu sem fóru í áfengismeðferð á Íslandi. Í þessum öðrum hluta viðtalsins segir hann frá því að í fyrstu meðferðinni sem hann fór í árið 1970 í Víðinesi hafi Pétur Sigurðsson, bróðir Halldórs Sigurðssonar þá ráðherra, ráðið þar og þegar hann kom í meðferðina hafi hann sagt við hann að meðferðin byggðist upp á því að vakna á morgnana, borða morgunmat, byrja að vinna um átta og hætta svo að vinna snemma í eftirmiðdaginn. Guðmundur hváði við þetta og spurði hann um hæl „Hverskonar meðferð er þetta eiginlega? Þetta er bara nákvæmlega það sem ég hef alltaf gert nema ég hef alltaf unnið helmingi lengur!“
Meðferðin átti að taka sex mánuði en hann segir að fjölskylda og vinir hafi ýtt sér út í hana og því entist hann þar ansi stutt.