Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Guðni saknar þess stundum að vera einn með sjálfum sér: „Maður er alltaf í sviðsljósinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fráfarandi forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson er nýjastii gestur Reynis Traustasonar í hlaðvarpsþættinum Mannlífið. Þeir félagar spjölluðu saman í Árneshreppi á Ströndum en þar var Guðni í sinni síðustu opinberu heimsókn sinni sem forseti Íslands en hann afhendir Höllu Tómasdóttur lykilinn að Bessastöðum í lok júlí.

Guðni segist ekki hafa verið einmana á Bessastöðum en hafi stundum saknað þess að vera einn með sjálfum sér enda sé það ekki það sama að vera einn og að vera einmana.

Guðni: „Ég myndi nú ekki segja að maður hafi verið einmana á Bessastöðum enda búum við hjón við mikið barnalán og það hefur haldið manni uppteknum þegar annir embættisins taka enda á degi hverjum. En hinu er ekki að neita að stundum hef ég kannski saknað þess að vera meira einn. Ég hef alltaf notið þess að geta verið með sjálfum mér úti í horni með góða bók, auðvitað hefði ég getað það. En stundum er það átak að halda til einhvers viðburðar og vita að maður getur ekki verið aftast og látið lítið fyrir sér fara. Maður er alltaf í sviðsljósinu. En mér líður vel í einrúmi. Eins og segir í laginu, það er eitt að vera einn og annað að vera einmana.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -