Bolvíkingar ætluðu að berja Guðmund: „Ég slæst við ykkur eftir ballið“

top augl

Guðmundur Sigurður Guðmundsson þurfti að ganga í gegnum þá skelfilegu raun að missa eiginkonu sína og dóttur sama daginn í október árið 2023. Guðmundur fjallar um missinn í þriðja og síðasta þætti viðtalsins en Sjóarinn heimsótti Guðmund á heimili hans í Malmö í Svíþjóð.

Guðmundur, sem er Ísfirðingur, hóf ferill sinn til sjós á skaki og er þeirrar kynslóðar að hafa prófað að vera til sjós á síðutogara. Hann er goðsögn í augum sumra þegar kemur að sjómennsku, heljarmenni og sagan segir að hann hafi sjaldan þurft að klæða hendur sínar vettlingum, sem sumir lýstu sem hrömmum, þegar hann var við störf sín til sjós.

Hann segir frá því að slagsmál hafi tíðkast á böllunum fyrir vestan og töluverður rígur milli plássanna. Á einu ballinu hafði hann heyrt af nokkrum Bolvíkingum sem þar höfðu komið sér fyrir við borð eitt og með því sama vatt hann sér að þeim og tilkynnti þeim að hann ætlaði að slást við einn þeirra þegar ballinu lyki. Þeir stóðu þá allir upp samtímis og ætluðu að hjóla í Guðmund en hann var ekki á þeim buxunum.

„Nei, nei, nei. Bara eftir ballið, þá slæst ég við einn af ykkur og mér er alveg sama hver það er.“ Hann benti svo á þann stærsta af þeim og sagði „ég slæst við þig eftir ballið en ekki núna, núna erum við að skemmta okkur.“

Eftir þetta varð Guðmundur þekktur fyrir athæfið og allir vildu slást við hann.

Sjáðu fyrsta hluta viðtalsins hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni