Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-8.2 C
Reykjavik

Halla Hrund kallar eftir friði um persónuleg málefni: „Orðnar rosalega miklar valdaklíkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halla Hrund Logadóttir fangaði hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hún mætti í Vikuna til Gísla Marteins með harmonikkuna. Hún hefur staðið í ströngu síðan hún bauð sig fram til embættis forseta Íslands. Halla Hrund hefur setið undir árásum og ásökunum vegna embættisverka sinna.

Í viðtalinu í Mannlífinu við Reyni Traustason sýnir hún sínar bestu hliðar og segir frá gleði sem sorgum. Ræddi hún meðal annars þá umfjöllun sem frambjóðendur hafa þurft að svara fyrir varðandi persónuleg málefni.

„Það er svo mikilvægt að fólk taki þátt í lýðræðinu og ég vona að okkur beri gæfa til þess að halda hér uppi, sérstaklega af því að við erum lítið samfélag, ákveðni ró og friði hvað persónuleg mál varðar. Auðvitað viljum við fá sem flest fólk til að bjóða sig fram og taka þátt og annað slíkt. Maður sér í Bandaríkunum, þar þarftu að vera ofurefnaður eða efnuð. Þú þarft að vera kominn á vissan aldur til að eiga möguleika. Þetta eru orðnar rosalega miklar valdaklíkur til þess bara að þú getir boðið þig fram og þar eru auðvitað „fake news“ og allt þetta alveg í hæstum hæðum og ég vona það að við náum að halda í heiðarleika og gott samtal.“

Hér má sjá viðtalið í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -