Ísfirðingurinn Helgi Björns er einn allra vinsælasti tónlistarmaður og leikari landsins. Í Mannlífinu með Reyni Traustasyni fer hann yfir feril sinn í næstum 40 0ár. Þegar hann lærði við Leikslistarskólann var ferill hans sem poppstjarna hafinn. Það kom babb í bátinn fyrir vestan.
„Ég man að ég fékk boð um að koma vestur og syngja með hljómsveit yfir sumarið en það var ekki í boði. Ég var í banni.“
Hver voru rökin fyrir því?
„Ég held að upphafið að þessu hafi verið það að leiklistarskólanemar voru svolítið þjóðnýttir í Þjóðleikhúsinu. Þeir náðu í þá; fengu þá til að vinna og tóku þá út á fyrsta eða öðru ári. Það kom smáóballans í skólanum; það voru strax einhverjir orðnar stjörnur.“
Helgi málaði eitt sumarið og annað sumar var hann í Kaupmannahöfn. „Ég málaði svolítið. Pabbi var málari áður en hann fór að vinna sem íþróttafulltrúi hjá bænum þannig að maður var liðtækur á penslinum.“
Þetta var í blóðinu; málningin.
„Já“.
Helgi fer ítarlega yfir feril sinn í podcastini og upplýsir hvernig hann heldur fullu fjöri þegar unglingsárin eru að baki. Mataræðið skiptir öllu máli.