Jóhannes Gíslason er nýjast gestur Reynis í Sjóaranum. Jóhannes var lengi bóndi í Skáleyjum í Breiðafirði ásamt Eysteini bróður sínum. Hann segir frá Eyjalífinu þar sem eini samgöngumátinn var sjóleiðina. Hann segir frá daglegu lífi á eyjunni.
Jóhannes segir frá hvassasta veðri sem hann hefur lent í á sjó: „Það var á árunum sem ég var í Flatey. Þá átti ég kindur inn í Skáleyjalöndum og fór að sækja þær í góðu veðri en það rauk upp þann dag og við lentum í hvassviðri á heimleið. Það var ekkert óvanalegt að lenda í vindi en þetta var um hávetur. Og svona harðneskjuferð.“
Reynir spyr hvort hann og kindurnar hafi verið í einhverjum háska.
„Það leystist nú gæfulega því fljótabáturinn Konráð var ennþá á gangi og ætlaði að fara í áætlunarferð upp á land en mætti ís og varð að snúa við. Og rétt um það leiti sem hann kom til Flateyjar var veðrið skollið á. Og þá vorum við á leiðinni innan úr Skáleyjalöndum og hann kom til móts við okkur þannig að við fengum hjálp úti við Flateyjarsundið.“
Reynir spyr Jóhannes hversu stór báturinn hafi verið.
„Þetta var gamli báturinn hans pabba en hann flaut undir þremur tonnum má segja. Ég veit ekki hvort við hefðum lagt í Flateyjarsundið ef Konráð hefði ekki komið á móti okkur en þá er líklegt að við hefðum leitað vars í Svefneyjum.“
Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér.