Terry Adrian Gunnell, prófessor í Þjóðfræði við Háskóla Íslands, var gestur í hlaðvarpinu Jólaseríunni á dögunum.
Terry fer yfir drungalega hluta jólanna – segir meðal annars frá þjóðtrúnni um Grýlu, hvernig hún hefur þróast í aldanna rás og hvernig svipuð fígúra er til í löndunum í kringum okkur.
Hann segir frá ýmiss konar þjóðtrú og sögum í kringum þennan árstíma, þegar hurðir milli heima opnast; draugum, sögum af álfum sem réðust inn í bæi, ungum mönnum sem klæddu sig upp í skinn og grímur og léku allskyns vætti, hetju sem ferðaðist með ísbjörn með sér (sem á Íslandi þurfti að breyta í kind) og hvernig þetta allt saman tengist Bruce Willis og Home Alone.
Brot úr viðtalinu má finna í kvöldviðtali Mannlífs.
Hér má svo horfa á þáttinn í VefTV: