Jón Pétur segir lögregluna hafa beðið sig afsökunar eftir sprengjuárásir latínahópsins sem áttu sér stað á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi.
„Eftir þrjá daga, þá yfirheyra þeir mig fyrst. Ég segi við lögguna að ástæðan fyrir því að við værum þarna var að við vorum hræddir um öryggi kvenna okkar og aðstandenda. Þremur dögum seinna er ég aftur tekinn í yfirheyrslur þar sem löggan biður mig fyrirgefningar og sagði að ég hafði rétt fyrir mér. Að það væru búnar að vera sprengjuárásir á konur, systur og aðra aðstandendur.“
Þátturinn Mannlífið, þar sem rætt er við Jón Pétur um stunguárásina á Bankastræti Club, kemur út klukkan níu í kvöld á mannlif.is