Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

Jordan Peterson ræðir við Frosta Logason: – Twitter er geðveiki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samfélagsmiðillinn Twitter hvetur notendur sína til að stunda persónuníð og neteinelti að
sögn kanadíska sálfræðingsins Jordans Peterson sem settist niður í spjall með fjölmiðlamanninum Frosta Logasyni í Íslandsheimsókn sinni nýverið.
Peterson segir það beinlínis vera stefnu samfélagsmiðlarisans, sem hann segir vera róttæka
vinstri stofnun, að hvetja til átaka með innbyggðu hvatakerfi sem verðlauni andfélagslega
hegðun. Hann segir það vera slæma hugmynd að láta siðblinda narsisista njóta forréttinda í
samskiptum sínum og mannorðsmeiðingum, í stað þess að refsa fyrir slíka hegðun. En það sé nú samt raunin með Twitter.
„Samskiptakerfi samfélagsmiðla ætti að lúta nákvæmlega sömu lögmálum og samskipti fólks í raunheimum, augliti til auglitis. Annars eru þau geðbiluð, samkvæmt skilgreiningu“ segir Jordan Peterson og bendir á að fólki þætti ekki eðlilegt ef ókunnugir einstaklingar gætu vaðið inn á heimili annarra og sagt hvað sem þeim dytti í hug, sama hversu ögrandi, í andlitið á húsráðanda og komist upp með það. „Ég tala nú ekki um þegar þeir gætu í ofan á lag útvarpað öllu sem þeir segja til allra þeirra sem tiltekinn húsráðandi hefði hitt á lífsleiðinni. En þannig er nú Twitter“.

Viðtalið við Peterson er að finna hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -