Kjartan er sérfræðingur í rafmyntum: „Rafmyntir eru líklega gjaldmiðill framtíðarinnar.“

top augl

Nýjasti gestur bræðranna Gunnars Dan og Davíðs Karls Wiium í Þvottahúsinu er enginn annar en Kjartan Ragnars, Cryptosérfræðingur og lögmaður. Hann er einn af stofnendum og eigendum rafmynta viðskiptahallarinnar Myntkaup. Myntkaup fór í loftið í maí 2020 er eini íslenski vettvangurinn þar sem hægt er að eiga viðskipti með rafmyntir.

Kjartan Ragnars
Ljósmynd: Aðsend
Kjartan leiddi okkur á hinn framandi og að mörgum finnst flókna heim rafmynta og þá helst heim rafmyntarinnar Bitcoin. „Rafmyntir eru líklega gjaldmiðill framtíðarinnar,“ sagði Kjartan við þá bræður.

Þegar bræðurnir spyrja Kjartan hvað rafmyntir eða Bitcoin sé þá rekur hann mannkynssöguna og þá fjölmörgu gjaldmiðla sem við lýði hafa verið. Hvernig þeir hafa risið og fallið og hvernig það kerfi sem við þekkjum í dag er líklegt til þess að líða undir lok.

Peningar leystu gullið af

 Hann talar um ójöfnuð og hvernig ríkasta 0.1% á auðvelt með að sölsa undir sig verðmætum og verða enn ríkari sem leiðir til enn meiri ójöfnuðar. Ójafn leikur verður að teljast. Ríki heimsins takast á við stríðsbrölt og hallarekstur með því að prenta meiri pening og geta þar með haldið áfram hinu daglega lífi, eitthvað sem ekki væri hægt eða illmögulegt með Bitcoin enda eru takmörk á því hversu mörgum Bitcoin verður grafið eftir eða 21.milljón Bitcoin. Hann tekur sem dæmi Rómaveldi þar sem helsti gjaldmiðillinn var gull en stríðsbrölt og aukning opinbera starfa kallaði á þægilegri og aðgengilegri gjaldmiðil og þá leysti peningur gullið af hólmi. Ef hann skorti voru fleiri myntir slegnar.
Máli sínu til stuðnings fræddi Kjartan Davíð og Gunnar um það hvernig Afríka til forna notaði skeljar sem gjaldmiðil en erfitt var fyrir þá að vinna og sækja slíkt og því góður gjaldmiðill. Þegar Evrópubúar komust að þessu þá sölsuðu þeir undir sig verðmætum þar með einföldum hætti enda aðgengi þeirra að þessum efnivið einfaldur. Arðrændu þá. Fleiri slík dæmi voru rædd í þættinum. Góður gjaldmiðill á heimavelli en í alþjóðlegum viðskiptum ekki alveg.
Með rafmyntum er leikurinn jafnaður.
Verðbólga og óðaverðbólga er meðal þess sem bar á góma í þessu samhengi þar sem þjóðir hafa farið offorsi í peningaprentun með hræðilegum afleiðingum.

Aðspurður um samanburð Bitcoin við aðrar rafmyntir vill hann meina að það séu margt áhugavert og frambærilegt en þó séu aðrar rafmyntir af öðru meiði en Bitcoin og séu að reyna ná yfir fleiri anga t.d. Nft og þar fram eftir götunum. Bitcoin er í raun einfalt kerfi og fullkomið sem slíkt og fyrir það sem það á að gera. Þegar Kjartan er spurður hvernig sé hægt að umbreyta Bitcoin í pening þá segir Kjartan það einfalt. Þú einfaldlega leggur Bitcoinin þín t.d. inn á Myntkaup og ýtir á selja. Þar með umbreytir þú Bitcoininu þínu í pening. „Munurinn á hlutabréfamarkaðinum og rafmyntamarkaðinum er að hann er opin 24/7,” sagði Kjartan og bætti við, „og gríðarleg velta þar á.” Gunnar spyr Kjartan hvort hann vilji kannast við að Bitcoin sé jafn óumhverfisvænn gjaldmiðill og sagt hefur verið en því er haldið fram að ein Bitcoin færsla jafngildi tveimur milljónum debetkortafærsla. Kjartan neitar þessu ekki en kemur með góð rök hvers vegna Bitcoin er ekki óumhverfisvænni kostur en hagkerfið eins og við þekkjum það í dag er.

„Bitcoin kerfið er gríðarlega gagnsætt, færslunar sem slíkar taka jú mun meiri orku en utanumhaldið og kerfið í kringum Bitcoin er mun minna og einfaldara en í hinum hefðbundna hagkerfi. Áhugaverð og mikilvæg umræða að taka.“

Stór batterí eins og lífeyrissjóðir á Íslandi hafa ekki verið að fjárfesta í Bitcoin en Kjartan veit til þess að til dæmis hafi lífeyrissjóður í Ísrael fjárfest í Bitcoin fyrir 100 milljónir dollara. Það er til marks um að peningaelítan og maskínan er byrjuð að viðurkenna Bitcoin og hvaða tækifæri í því felast.
Aðspurður segist hann setja svo til öll egg sín í sömu körfuna og fjárfesta í Bitcoin og að litlu leiti öðrum rafmyntum. Hann vilji „put your money where your mouth is,“ eins og hann orðað það á lélegri íslensku (en fínni ensku).

Gunnar spyr Kjartan hvort Bitcoin sé komið að handan og hafi jafnvel verið búið til af geimverum eða úr framtíðinni en Kjartan segist ekki trúa því en kannast við umræðuna. Staðreyndin er sú að höfundur Bitcoin er óþekktur en margar getgátur og samsæri eru á kreiki um hver eða hverjir séu á bakvið þetta fyrirbæri. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið í heild sinni:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni