Nýjasti gestur bræðranna Gunnars Dan og Davíðs Karls Wiium í Þvottahúsinu er enginn annar en Kjartan Ragnars, Cryptosérfræðingur og lögmaður. Hann er einn af stofnendum og eigendum rafmynta viðskiptahallarinnar Myntkaup. Myntkaup fór í loftið í maí 2020 er eini íslenski vettvangurinn þar sem hægt er að eiga viðskipti með rafmyntir.
Þegar bræðurnir spyrja Kjartan hvað rafmyntir eða Bitcoin sé þá rekur hann mannkynssöguna og þá fjölmörgu gjaldmiðla sem við lýði hafa verið. Hvernig þeir hafa risið og fallið og hvernig það kerfi sem við þekkjum í dag er líklegt til þess að líða undir lok.
Peningar leystu gullið af
Aðspurður um samanburð Bitcoin við aðrar rafmyntir vill hann meina að það séu margt áhugavert og frambærilegt en þó séu aðrar rafmyntir af öðru meiði en Bitcoin og séu að reyna ná yfir fleiri anga t.d. Nft og þar fram eftir götunum. Bitcoin er í raun einfalt kerfi og fullkomið sem slíkt og fyrir það sem það á að gera. Þegar Kjartan er spurður hvernig sé hægt að umbreyta Bitcoin í pening þá segir Kjartan það einfalt. Þú einfaldlega leggur Bitcoinin þín t.d. inn á Myntkaup og ýtir á selja. Þar með umbreytir þú Bitcoininu þínu í pening. „Munurinn á hlutabréfamarkaðinum og rafmyntamarkaðinum er að hann er opin 24/7,” sagði Kjartan og bætti við, „og gríðarleg velta þar á.” Gunnar spyr Kjartan hvort hann vilji kannast við að Bitcoin sé jafn óumhverfisvænn gjaldmiðill og sagt hefur verið en því er haldið fram að ein Bitcoin færsla jafngildi tveimur milljónum debetkortafærsla. Kjartan neitar þessu ekki en kemur með góð rök hvers vegna Bitcoin er ekki óumhverfisvænni kostur en hagkerfið eins og við þekkjum það í dag er.
„Bitcoin kerfið er gríðarlega gagnsætt, færslunar sem slíkar taka jú mun meiri orku en utanumhaldið og kerfið í kringum Bitcoin er mun minna og einfaldara en í hinum hefðbundna hagkerfi. Áhugaverð og mikilvæg umræða að taka.“
Gunnar spyr Kjartan hvort Bitcoin sé komið að handan og hafi jafnvel verið búið til af geimverum eða úr framtíðinni en Kjartan segist ekki trúa því en kannast við umræðuna. Staðreyndin er sú að höfundur Bitcoin er óþekktur en margar getgátur og samsæri eru á kreiki um hver eða hverjir séu á bakvið þetta fyrirbæri. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið í heild sinni: