Þriðjudagur 24. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Kolbeinn heimsótti frænku sína reglulega á sjúkrahús: „Mér fannst ég hafa komist í feitt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gær var birtur þáttur tvö í hlaðvarpsþættinum Mamma á hlaðvarpsveitu Mannlífs.

Kolbeinn Þorsteinsson, sonur Ástu Sigurðardóttur listakonu og Þorsteins frá Hamri, rifjar upp minningar sínar frá miklum umbrotatíma í ævi móður sinnar og varpar ljósi á baráttu hennar til að fá til sín aftur börnin sem frá henni voru tekin. Margt hefur verið sagt um Ástu Sigurðardóttur, en oftar en ekki horft til þess sem hún skildi eftir sig á sviði lista. Móðirin Ásta hefur legið milli hluta, en það var hún þó sannarlega þótt oftast bæri þar skugga á.

Í þætti tvö ræðir Kolbeinn um búsetu hans og systkina hjá Oddnýju, systur Ástu, á Hvammstanga en hún starfaði á sjúkrahúsi.

„Sú minning á sér stað í einum sjúkrahúsleiðangri með mömmu. Þá varð á vegi mínum gríðarstórt borð úr skínandi stáli. Það stóð upp við á einum ganginum. Borðið sem slíkt var ekki áhugavert þótt á það glampaði eins og eðalmálm. Það sem var á því átti alla mína athygli; að minnsta hundrað lítil glös eða flöskur, kannski ekki hundrað, allavega rosa mörg glös, sem öll innihéldu orm. Mér fannst ég hafa komist í feitt – hundrað ormar innan seilingar!

Þetta var gullnáma fyrir lítinn pjakk og ég horfði hugfanginn á dýrðina. Vongóður leit ég upp til mömmu og spurði hvort ég mætti ekki eiga einn eða tvo orma; þeir væru hvort sem svo margir. Mikil urðu vonbrigði mín þegar mamma sagði að þetta væru ekki ormar, þetta væru botnlangar, og því miður mætti ég ekki eiga einn, hvað þá tvo“

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -