Fimmtudagur 24. október, 2024
0.5 C
Reykjavik

Kristín ranglega sökuð um morð á sambýlismanni sínum: „Að mér sé kennt um að svona hafi farið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 2005 komu samhliða út bókin og heimildarmyndin Skuggabörn. Myndina fjallar um gerð bókarinnar en hana gerðu Jóakim Reynisson og Lýður Árnason í samstarfi við Þórhall Gunnarsson. Efnistökin voru fíkniefnaneysla hérlendis á þessum tíma og meðal annars skyggnst inn í líf einstaklinga sem voru í neyslu.

Nú tæpum 20 árum síðar skyggnumst við inn í líf sumra þeirra einstaklinga sem komu fram í upprunalegu útgáfunni í þáttunum Hvað varð um Skuggabörn og við bjóðum að því tilefni upp á myndina í fullri lengd.

Myndina má sjá hér.

Í þessum fyrsta þætti tekur Reynir Traustason viðtal við Kristínu Guðmundsdóttur sem kom fram í myndinni sem aðstandandi dóttur sinnar en öll börn hennar ánetjuðust fíkniefnum. Síðan myndin kom út hefur annar sonur hennar fundist látinn, sem má rekja beint eða óbeint til fíkniefnaneyslu, og annar afplánar nú fangelsisvist fyrir morðið á fyrrum sambýlismanni hennar á Spáni árið 2020.

Kristín lýsir í þættinum að hún hafi þurft að þola slúður og ásakanir um að hafa staðið fyrir morðinu á Sverri Olsen, sambýlismanni sínum, en hún hafði engan fjárhagslegan ávinning á því og lifði hamingjusömu lífi með Sverri.

„Það sem skiptir máli númer eitt, tvö og þrjú að ég er ekki gerandinn í þessu máli og það getur enginn annar ráðið því hvað annar einstaklingur gerir. En þann dag í dag er verið að tyggja á því að ég hafi að ég hafi fengið son minn til að til að gera þetta. Sem mér finnst vera náttúrulega svakalegast í þessu. Að mér sé kennt um að svona hafi farið.“

- Auglýsing -

Hér má sjá þáttinn í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -