Margréti Friðriksdóttur þekkja flestir landsmenn. Hún vakti töluverða athygli þegar Covid faraldurinn stóð sem hæstur en hún talaði gegn samkomutakmörkunum, grímuskyldu og bólusetningum. Hún lenti nokkrum sinnum í vandræðum vegna þessa og var meðal annars vísað úr flugvél. Hin umdeilda Margrét segir frá æskunni og hvað það var sem mótaði hana að þeirri konu sem hún er í dag.