Helgi Áss Grétarsson: Sjálfstæðisflokkurinn þarf að endurskoða margt

top augl

Helgi Áss Grétarsson, skákmaður, lögfræðingur og varaborgarfulltrúi, talar í viðtali við Reyni Traustason meðal annars um Sjálfstæðisflokkinn og dvínandi fylgi hans, áhrif þess að verða heimsmeistari í skák 17 ára gamall svo sem óraunhæfar væntingar, áfallið við að þurfa að hætta störfum við Lagadeild Háskóla Íslands, dómstól götunnar og reiðina sem hann upplifði þegar hann árið 2003 talaði skák fyrir einhverju norsku barni.

Helgi Áss Grétarsson stefndi á 5. sæti hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar en lenti í 7. sæti og er fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins.

„Fyrsti varaborgarfulltrúi hvers flokks, þar á meðal ég, er með fasta stöðu í borgarkerfinu. Ég fæ aðeins lakari starfskjör en aðalborgarfulltrúi.“

Hvernig leið Helga með niðurstöðuna hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík?

„Ég held að tölurnar tali sínu máli. Þetta eru 24,5% í Reykjavík sem er lakasta hlutfallstala Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík; lakari en hún var 2014 sem var þá rúm 25% og ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn til lengri tíma litið eigi mikil sóknarfæri.“

Hann nefnir einnig þá sem eru í forystu flokksins. „Ef þeir halda að þetta sé bara í lagi, að flokkurinn eigi að halda áfram að stefna niður á við og það sé ekki ástæða til að endurskoða starfsaðferðir, endurskoða fyrir hvað við stöndum, hvernig við lítum út og hvernig við komum skilaboðum á framfæri þá held ég að fólk sé á villigötum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni