Jón Kristinn Snæhólm stjórnmálafræðingur í Mannlífinu með Reyni Traustason meðal annars um stóru ástina í lífi sínu sem bjargaði væntanlega lífi hans. Jón Kristinn er með mikil viðskipti í Úkraínu. Hann talar um Pútín sem hann segir vera með tsarkomplexa. Jón Kristionn hefur stutt Sjálfstæðisflokkinn lengi og hefur verið í innsta hring. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn hafa þrengst og að hann sé orðinn „elítískur”. Hann vill landsfund til að bregðast við.
„Ég varð virkilega ástfanginn í fyrsta sinn á ævinni þegar ég kynntist gamalli æskuvinkonu minni aftur, Erlu Snæhólm Axelsdóttur, og eigum við bráðum eins árs brúðkaupsafmæli. Hún er menntaður skurðhjúkrunarfræðingur og var að vinna á sjúkrahúsi á Mið-Englandi og ég fór til hennar 24. apríl 2020,“ segir Jón Kristinn Snæhólm og talar um hve súrrealískt það hafi verið þegar hann var næstum því eini maðurinn í Leifsstöð og einn af þremur farþegum í vélinni út.
Snarræði Erlu kom sér vel þegar Jón Kristinn fékk blóðtappa og kom í veg fyrir að ekki fór verr á þeirri ögurstundu.