Mamma ræsti út þyrluna vegna sjómannsins: „Sonur minn er fiðluleikari“

top augl

Aríel Pétursson var til sjós á togaranum Sturlaugi H. Böðvarssyni vestur á Hala þegar hann datt og flækti höndina í vélbúnaði með þeim afleiðingum að slaðsaðist illa á fingrum annarar handar. Enginn óskar sér þess að slasast með þessum hætti en kannski síst Aríel því hann er fiðluleikari.

Hann var snar til og rauk upp í brú þar sem hanskinn var tekinn af og áverkarnir komu í ljós. Stýrimaðurinn á vaktinni benti á tvo fingra hans og sagði „Þessi verður staur og þessi verður tekinn af.“ Ákveðið var að sigla með hinn slasaða til Patreksfjarðar.

Hinn þá 19 ára piltur hringdi dapur í móður sína, sagði henni að hann hafi lent í slysi og verið væri að sigla með hann inn á Patreksfjörð. Hún spurði hann þá hvort það hafi nokkuð verið puttarnir. Hann játti því og bað hana að hafa ekki áhyggjur en við það sleit hún samtalinu.

Stuttu síðar kemur skipstjórinn og tilkynnir að þeir séu alls ekki á leið inn á Patreksfjörð því þeir séu að fara að taka á móti björgunarþyrlunni.

Móðir hans, verandi fiðlukennari, gat ekki unað við það að sonur hennar myndi mögulega missa fingur. Hún hringdi beint niður í Skógarhlíð og tilkynnti:

„Sonur minn er fiðluleikari og hann er úti á sjó. Sendið þyrlu og það strax!“

Fingrunum var bjargað og bæklunarlæknir staðfesti í kjölfarið við hann að hefði hann ekki komist í aðgerð eins skjót og raun varð hefði stýrimaðurinn haft rétt fyrir sér; annar fingurinn hefði orðið staur og hinn hefði farið af.

Aríel Pétursson er gestur Sjóarans að þessu sinni en auk þess að hafa verið til sjós á fiskiskipum frá unga aldri er hann í dag formaður Sjómannadagsráðs Reykjavíkur, og sjóliðsforingi í danska sjóhernum.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni