Í þessum fyrri hluta viðtals í þættinum Sjóarinn ræðir Reynir Traustason við aflaskipstjórann og þjóðsagnapersónuna Ólaf Jónsson, sem er best þekktur sem ,,Óli ufsi“.
Óli ufsi hefur ekki legið á skoðunum sínum á kvótakerfinu og hefur vegna þeirra verið hundeltur af aðilum í sjávarútvegi en hann ræðir þau mál mest í seinni þættinum.
Óli var mikill aflamaður en hann var framan af starfsævinni hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur en endaði ferilinn í Borgarfirðinum þar sem hann sótti beitukóng.
Frægt var þegar Óli skipti um skip á viðmiðunarárum kvótakerfisins og tók með sér kvótann. Spurður út í skipstjórakvótann segir Óli að hann hafi í raun verið það eina sem var sanngjarnt þegar kvótakerfið var sett á.