Rakel Jóhannsdóttir bókhaldari átti sér þann draum að eignast sinn eigin bát og fara til veiða. Hún og eiginmaður hennar átti varasjóð í bankanum sem dugði fyrir bátakaupunum og hún lét vaða og hóf útgerð.
Rakel er eina konan sem stundar strandveiðar frá Norðurfirði á Ströndum. Hún segir karlana hafa tekið sér sæmilega í upphafi en margir hafi verið undrandi að sjá hana bægslast við að leggja bátnum að bryggju. Hún hafi ekki verið búin að ná fullum tökum á því að manúvera bátnum. Síðan hefur allt gengið eins og í sögu og hún fiskar ágætlega og er búinn að borga bátinn upp og skila sparifé hennar og eiginmannsins aftur inn á bankabók.