Miðvikudagur 30. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Róbert er sjómaðurinn sem eignaðist togaraútgerðina: ,,Pabbi sótti aldrei atvinnuleysisbæturnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Siglfirðingurinn, sjóarinn og athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson er gestur Sjóarans að þessu sinni. Hann titlar sig ástandsbarn þar sem blóðfaðir hans starfaði í bandarísku leyniþjónustunni en Guðfinnur Aðalsteinsson gekk honum í föðurstað þegar hann var ungabarn.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér.

Róbertvarð stýrimaður á togara Þormóðs Raamma á Siglufirði og eignaðist svo útgerðina og varð framkvæmdastjóri. Seinna gerði hann út á túnfisk í Mexíkó og auðgaðist gríðarlega.  Nú er hann fluttur aftur heim á Siglufjörð þar sem hann vill láta byggðarlagið njóta góðs af peningunum sínum.

Hann upplifði áfallið sem Siglufjörður gekk í gegnum við lok síldarævintýrisins.

„Ég sá þetta hrynja. Ég sá þessa niðurlægingu sem að myndaðist í framhaldi af því, hún var rosaleg. Hún mótar mann fyrir lífstíð. Það er ekki fyrr en eftir á að menn átta sig á hvert var stóra áfallið; stóra áfallið var atgerfisflóttinn, vegna þess að þegar svona samfélag hrynur, bara allt í einu þá er lífsbjörgin farin, þá er auðvitað menntaði hlutinn sem er fyrstur til að fara og þeir sem gátu losað sig um húsin sín og annað og þá var það bara alþýða manna sem sat eftir. Komst ekkert. Var með allt sitt bundið í húsnæði í byggðarlagi sem að bara hafði ekki atvinnu.

Faðir minn hann var rétt tæpir tveir metrar á hæð, mikill jaxl og fyrir svona menn að vera atvinnulausir í níu mánuði eitt árið og sex mánuði annað. Niðurlægingin er svo mikil að hann sótti aldrei atvinnuleysisbæturnar sínar. Móðir mín sótti þær. Stoltið var svo mikið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -