Thorberg Einarsson stýrimaður segist í samtali við Frosta Logason hafa verið smeykur fyrst eftir að hann byrjaði sjómennsku. „Ég var fáránlega sjóhræddur,“ svarar hann. „Og þótt ég væri ekki í hættu þá hefur mér oft fundist það. Það var bara bilun hvað ég var alveg hroðalega sjóhræddur.“
Frosti á að baki fortíð sem rokkstjarna en Thorberg gerði garðinn frægan með Rokklingunum í Grindavík. Þeir félagar voru um tíma samskipa í sumar,
Hann hélt lífinu í mér þessa túra.
16 ára gamall fór Thorberg á Skarfinn. „Ég fór nokkra túra eitt sumarið og það held ég ég að hafi verið fyrsta launaða sjómennskan. Skarfurinn var beitningavélarbátur,“ segir hann. Mágur pabba hans var skipstjóri. „Hann hélt lífinu í mér þessa túra því þar breyttist þetta ekkert; ég man að einu sinni ældi ég í innsiglingunni í Grindavík á leiðinni út. Ég held þeir hafi verið að taka beitu og setja í rekkana og þetta var bara ógeðslegt. Í þeim túrum sem ég fór á Skarfinum þá held ég að ég hafi bara drukkið kók og borðað Snickers allan tímann. Svo í restina var ég farinn að geta borðað.“