Rut Sigurðardóttir: Söng Paul Simon í sífellu í útstíminu til að takast á við óttann

top augl

Verðlaunaljósmyndarinn, kvikmyndaframleiðandinn og tölvunarfræðingurinn sem ákvað að gerast trillukall, Rut Sigurðardóttir, er gestur Sjóarans að þessu sinni. Hún framleiddi nýlega myndina Skuld með manninum sínum, Kristjáni Torfa Einarssyni sem var einmitt gestur þáttarins fyrir skemmstu, en myndin fjallar um þá vegferð þeirra að hella sér út í smábátaútgerð á bátnum Skuld.

Nokkru síðar bættu þau við öðrum bát, frúarfleyinu Von. Rut taldi að það væri ótækt að hún væri ekki með pungapróf þannig að hún lauk því og segir okkur meðal annars söguna af því þegar hún fór fyrsta túrinn í brælu á Voninni.

„Hvenær varstu hræddur síðast þegar þú varðst fullorðinn? Það er svo óþægilegt að verða hræddur þegar maður er fullorðinn, maður upplifið það allt öðruvísi. Svo situr maður einhvernveginn í þessum bát og það eru svona læti í bátnum og þá heyrir maður svo mikið í óttanum einhvernveginn þannig að ég þurfti svona einhvernveginn að tækla það og þetta var alveg klukkutíma eða eins og hálfs tíma stím út, og að sitja einhvernveginn svona í ótta, en ég fann reyndar ráð við því. Mér fannst semsagt best ef ég heyrði bara í mér, ekki í bátnum því báturinn var orðinn … óttinn, þannig að ég söng allt útstímið, bara sama lagið aftur og aftur og aftur. Það var mjög random, þetta er ekki uppáhalds lagið mitt eða neitt en ég hafði kannski heyrt það daginn áður en þetta var hérna Paul Simon, Slip, Slide and Away, og þannig náði ég einhvernveginn að róa mig.“

Þáttinn má sjá hér í heild sinni á hlaðvarpsveitu Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni