Mánudagur 9. september, 2024
5.1 C
Reykjavik

Sanna segir kynþáttahatur vera aukast á Íslandi: „Verið að efast um það að þau tilheyri þjóðinni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sanna Magdalena Mörtudóttir var í aðalhlutverki við að koma Sósíalistaflokknum inn í borgarstjórn. Hún braut ísinn og náði sjálf kosningu á þar síðasta kjörtímabili. Í kosningunum þar á eftir náðu tveir fulltrúar kjöri. Nú stefnir hún á þing og flokkur hennar undirbýr framboð í öllum kjördæmum. Kraftaverkakonan Sanna segir sögu sína í Mannlífinu.

Í þættinum ræðir Sanna meðal annars um kynþáttur á Íslandi og er spurð beint út hvort hún telji að slíka sé að aukast á Ísland.

„Já, ég myndi segja það og ég myndi segja að þetta beinist núna sérstaklega að þeim sem eru að sækja um alþjóðlega vernd, fólk á flótta. Það er mjög neikvæð orðræða í garð þeirra og þeim kennt um hrörnandi innviði samfélagsins, sem er náttúrulega alls ekki rétt. Mér finnst ég sjá þetta mjög mikið í samhengi við það. En svo er auðvitað líka manneskjur sem hafa búið hérna á Íslandi og telja sig vera íslensk sem eru alltaf að greina frá því að það sé verið að efast um það að þau tilheyri þjóðinni.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -