Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Sanna talar ekki lengur við föður sinn: „Ég ákvað að loka á hann fyrir einhverjum árum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sanna Magdalena Mörtudóttir var í aðalhlutverki við að koma Sósíalistaflokknum inn í borgarstjórn. Hún braut ísinn og náði sjálf kosningu á þar síðasta kjörtímabili. Í kosningunum þar á eftir náðu tveir fulltrúar kjöri. Nú stefnir hún á þing og flokkur hennar undirbýr framboð í öllum kjördæmum. Kraftaverkakonan Sanna segir sögu sína í Mannlífinu.

Sanna segir meðal annars frá því að móðir hennar hafi kynnst pabba hennar meðan hún var út í London í námi. Þau fóru svo í sitt hvora áttina en að sögn Sönnu lagði mamma hennar mikla áherslu á að hún þekkti pabba sinn en á endanum ákvað að hún að loka á samskipti þeirra á milli.

„Hann var svona inn og út úr myndinni. Mamma hefur sagt mér að stundum vissi hún ekki hvar hann var í mjög langan tíma. Svo kannski poppaði hann upp. Ég tala ekki við hann í dag. Ég ákvað að loka á hann fyrir einhverjum árum, það voru mjög erfið samskipti. Í kjölfar þess ákvað ég að loka á samskipti og standa með sjálfri mér. Af því að ég gat ekki ímyndað mér að eiga í erfiðum samskiptum við einhvern sem sýnir svona hegðunarvanda.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -