Sjóarinn: Aflaklóin og kvótaandstæðingurinn Grétar Mar: Mokveiði á Brjálaða hryggnum

top augl

Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi skipstjóri, á að baki fortíð sem aflakló, leiðtogi sjómanna og alþingismaður. Í dag er hann kominn í land og starfar sem lifrarspekúlant. Það þýðir að hann safnar saman lifur víða um land og sendir á Hornarfjörð þar sem feitmetið er unnið í neytendapakkningar.

Grétar Mar var farsæll skipstjóri um áratugaskeið. Hann var svo heppinn að missa aldrei mann. Seinna varð hann forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins en var felldur af Árna Bjarnasyni sem hann gefur lítið fyrir. Aflakóngurinn átti erfitt með að fá vinnu eftir að hann hætti sem leiðtogi sjómanna. Baráttan gegn kvótanum og stórútgerðinni var honum dýrkeypt.

Grétar Mar dregur ekkert undan í Sjóaranum. Aflasögur, mergrun og kvótakerfið sem gerði marga ríka.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni