Sjóarinn Ingvar Friðbjörn: „Páfagaukurinn hélt sig vera múkka og settist á sjóinn“

top augl

Sjóarinn lagði land undir fót og hitti fyrir Ingvar Friðbjörn Sveinsson á verkstæði sínu í Hnífsdal. Eftir að hann hætti til sjós hófst hann handa við að smíða þar ótrúlega nákvæm líkön af síðutogurum.

Hann veitir okkur innsýn í ferlið og sýnir okkur tvö af þeim skipum sem hann er með á borðinu hjá sér.

Ingvar minnist þess sérstaklega þegar hann var til sjós með skipstjóranum Sigurði Steindórssyni á togaranum Ottó þegar páfagaukur skipstjórans, sem hann hafi alla jafna á öxlinni, taldi sig vera múkka og settist á sjóinn. Páfagaukurinn lifði það ekki af en í næsta túr var Sigurður kominn með annan nákvæmlega eins. „Páfagaukurinn hélt sig vera múkka og settist á sjóinn.“

Sjáðu allan þáttinn hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni