Keyptu sígarettur og niðursoðið nautakjöt af þýskum kafbáti við Ísland í stríðinu

top augl

Sjóarinn hitti Svavar Benediktsson um borð í varðskipinu Óðni.

Svavar er fæddur árið 1931 í Hafnarfirði og var ekki nema átta ára þegar hann fór fyrst til sjós. Hann hefur frá mörgu að segja af löngum ferli sínum og segir meðal annars frá því þegar karl faðir hans, sem þá var skipstjóri á Maí, lenti í útistöðum við þýskan kafbát árið 1942.

„Hann var á miðjum Faxaflóa og þegar þetta skip var að koma þá lýsir hann upp skipið [Maí] en þá var þetta þýskur kafbátur! Hann stoppaði hann og var með einhverja svakalega magnaða hátalara og það koma bara menn á nóinu og hertaka skipið! Þeir taka karlinn hann pabba og fara með hann um borð í kafbátinn. Eitthvað hefur farið þeirra á milli en það átti ekki að segja neinum frá þessu en það er orðið svo langt síðan. En hann gat eitthvað lempað hann, þetta var ungur maður þessi kafteinn á kafbátnum, því hann kom svo bara með karlinum honum pabba aftur um borð með gúmíbátnum. Heyrðu, þá voru þeir búnir að semja um það að hann fengi svona 2-3 tonn af fiski og þeir fengu einhver matvæli og nóg af sígarettum! Commander sígarettum. Þeir sömdu þarna! Heyrðu, þeir fóru tvisvar með hálf-fullan gúmibátinn af fiski. Þeir voru búnir að hertaka skipið áður en þeir vissu af; allsstaðar komnir með vélbyssurnar! En þeir heilsuðust með virktum og hneigðu sig hver fyrir öðrum þegar þeir voru búnir að fá fiskinn og hann kom með þetta, sko heyrðu, þá var þetta nautakjöt frá Brasilíu, niðursoðið! En karlarnir fengu sígaretturnar.“

Hlaðvarpsþætti Sjóarans má nálgast hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni