Kafarinn Kjartan Hauksson reri fyrstur manna einsamall hringinn í kringum Ísland í árabáti.
Hann segir frá því að þegar hann reri út af Rekavík á Hornströndum hafi hann lent í stífum norðanvindi sem gerði róðurinn þungan og hamlaði hönum för. Hann ákvað því að varpa út akkeri til að hvíla sig fyrir átökin sem hann sá fram á við að komast áfram leiðar sinnar.
Áður en hann vissi af slitnaði akkerið og þegar hann lagðist á árar til að forðast það að lenda í briminu bortnaði önnur árin.
Tíminn sem það tók að setja saman aðra ár var einfaldlega of langur og áður en hann vissi af var hann kominn upp í brimið.
Kjartan er gestur Sjóarans að þessu sinni en hann hefur allt frá unglingsaldri starfað sem kafari. Í fyrstu fékkst hann aðallega við að losa net úr skrúfum fiskiskipa og fékk hann gjarnan greitt í vodkaflöskum en það gagnaðist honum lítið þar sem hann var ekki byrjaður að drekka á þeim tíma.
Hann hefur komið að ýmsum björgunarstörfum, bjargað mannslífum og þurft að takast á við skelfileg verkefni eins og flugslys í Skerjafirði og á Þingvallavatni.
Viðtalið í heild sinni má finna á tv.mannlif.is