Fyrrum sjóarinn, tónlistarmaðurinn, rithöfundurinn og leikskáldið Ólafur Haukur Símonarson er gestur Sjóarans að þessu sinni.
Ólafur Haukur var til sjós með föður sínum, Símoni Guðjónssyni, á unglingsárum en líkt og pabi hans var hann alltaf sjóveikur.
„Pabbi var alltaf sjóveikur en var samt í fimmtíu ár til sjós. Afi minn var sömuleiðis í 50 ár til sjós og alltaf sjóveikur. Ég tók þetta upp eftir þeim þannig að það mátti lítið hreyfa vind áður en ég byrjaði að kúgast en lét mig hafa þetta fyrst mínir áar höfðu haldið þetta út.“
Ólafi þótti skemmtilegt til sjós, þar fann hann fyrir kemmtilegan söfnuð fólks og engar veimiltítur. Hann treysti sér þó ekki til þess að leggja þetta fyrir sig og bendir á að hans kynslóð stóð annað til boða en áður hafði þekkst því menn gátu farið aðrar leiðir en sjómennsku eða sauðfjárbúskap enda átti frægðarsól hans eftir að rísa hátt á öðrum sviðum.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér á efnisveitu Mannlífs.