Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Smábátaforinginn sem sigraði Jón Pál

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Artúr Bogason, fyrrum aflraunamaður, núverandi formaður og stofnandi Landssambands Smábátaeigenda er gestur Sjóarans.

Viðtalið má nálgast í heild sinni á efnisveitu Mannlífs.

Í dag, 12. júlí, voru strandveiðar stöðvaðar þar sem aflaheimildir höfðu klárast en þetta er fjórða árið í röð sem strandveiðar eru stöðvaðar áður en veiðitímabilið er á enda. Spurður út í möguleika á kvótasetningu strandveiðkerfisins vekur hann athygli á hversvegna kerfið var sett á.

„Mannréttindanefns Sameinuðu Þjóðanna ályktar um það að óbreytt kvótakerfi það fullnægi ekki mannréttindum á Íslandi. Þetta er grunnurinn að þessu kerfi. Því miður hefur aldrei fengist almennilegt svar frá þessari nefnd um hvort strandveiðikerfið sé fullnægjandi til þess að mæta þessari niðurstöðu nefndarinnar og ég veit ekki alveg hvernig ætti að fara í það að láta á það reyna en það er kannski eitt af því sem væri hægt að skoða.“

Strandveiðiflotinn hefur úr 10 þúsund tonnum að moða sem margir telja of lítið þar sem það er ítrekað verið að klippa á veiðarnar áður en veiðitímabilum lýkur og oft snemma sumars. Ef Artúr sæti í stól matvælaráðherra segist hann strax bæta við öðrum 10 þúsund tonnum og jafnframt láta það fylgja að fyrirkomulagið myndi ná til nokkurra ára en því loknu væri farið í endurskoðun.

Artúr hefur þó ekki bara verið smábátaleiðtogi heldur var hann líka aflraunamaður og síðasta mótið sem hann keppti á hér heima var á íslandsmóti þar sem hann lagði sjálfan Jón Pál en til þess þurfti hann að bæta Íslandsmet. Hann rakst á bók eftir sölva Tryggvason um Jón Pál og þar er atburðarins getið en þar kemur fram að Jón Páll hafi sigrað mótið. Artúr segir að hvert einasta atriði um atburðinn í bókinni sé lygi, þar sem á baksíðu Morgunblaðsins þar sem greint er frá mótinu standi hann sjálfur á miðjum verðlaunapallinum. Við þetta bætir hann að eftir mótið hafi Jón Páll strengt þess heit að tapa aldrei aftur fyrir Íslendingi – sem gekk eftir.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -