Smíðakennarinn Gunnar samdi frið við hampinn: „Lifi byltingin, hömpum hampinum”

top augl

Hampfélagið fer af stað með HAMPKASTIÐ sem eru umræðuþættir í hljóði og mynd og fjalla að sjálfsögðu um HAMP. Þáttastjórnendur verða Sigurður Hólmar og Þórunn Þórs sem bæði eru stjórnarmenn í Hampfélaginu. Fyrstu gestir þáttarins verða bæði íslenskir og erlendir sérfræðingar á sínu sviði um nýtingu hamps.

Gestur þáttarins er Gunnar Dan Wiium sem er hamp-aktivisti er starfar sem smíðakennari, pistlahöfundur og umboðsmaður ásamt þess að vera þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið.

Gunnar á fullu í ræktuninni. Ljósmynd: Aðsend

Gunnar kynntist kannabis sem unglingur. Hann byrjaði að reykja lyfjahamp eða THC fyllt kannabis í þeim tilgangi að komast í vímu. Í mörg ár reykti hann kannabis daglega samhliða helgarfylleríum. Líf hans breyttist til muna þegar hann svo leiddist í neyslu á harðari efnum sem urðu að hættulegum vítahring sem honum tókst að slíta sig úr fyrir rúmum sex árum síðan með hjálp 12 spora samtaka. Hann vildi þó ekki meina að kannbis neyslan hafi leitt hann í sterkari efni frekar en áfengi nema á þeim forsendum að þeir sömu sem seldu honum kannabis versluðu einnig með sterkari efni því jú bæði þessi efni eru ólögleg. 

Gunnar segir einnig það risastórt skref og oft vanmetið að þegar ung manneskja tekur þessa ákvörðun um að fara gegn og á svig við lög samfélagsins og gerast brotlegur, að þessi hegðun eða þessi gjörningur, eins saklaus sem viðkomandi getur fundist hann, felur í sér stórt skref sem svo aðeins elur af sér skerta samkennd, tvöfalt siðferði, tvöfalt líf og siðgæðishnignun.

Dóp er dóp

Gunnar segist sannfærður um það að lögleiðing á kannabis sé ekki bara nauðsynleg hvað varðar aukna neyslu á sterkum lyfjum í æð, heldur einnig neyslu á örvandi efni eins og Rítalín og Concerta, ásamt sljævgandi ópíóaíða lyfjum sem er að drepa um einn á viku hér á landi. Hann segir að þessi lyf sem fólk er að nota í æð á Íslandi séu í flestum tilfellum svokallað læknadóp og honum finnst það ekki skipta neinu máli hvort lyfið sem gengur í sölu á svörtum markaði sé stimplað af íslenska landlæknisembættinu eða því spænska. Löglegt læknadóp er dóp hvort sem það komi frá Íslandi eða Spáni og ábyrgðin sameiginleg, þar að auki segir hann heilan eða vitundarstarfsemi þess í fíknivanda ekki gera neinn greinarmun á götudópi eða löglegu dópi, dóp er dóp. 

Fyrir 5 árum síðan fór Gunnar að heyra í fyrsta skiptið af CBD olíu sem gengu kaupum og sölum hér á landi, ólöglega. Honum fannst þetta áhugavert og fór að kynna sér málið. Hann hafði aldrei spáð neitt í neinum öðrum kannbínóðum en THC en er hann fór að kynna sér málið þá kemst hann að því að plantan sem hann hafði verið í stríði við öll þessi ár innihéldi um 130 þekkta kannabínóða og THC sá eini í plöntunni, vímugjafi sé hann innbyrgður í nógu miklu magni.

Glímdi við bólgur og streytu

Gunnar hafði glímt við bólgur og streytu í líkamanum samhliða sínum fíknisjúkdóm í mörg ár sem komu skýrast fram í mjóbaksverkjum. Þegar hann fór að kynna sér málin komst hann að því að innan taugakerfisins er ákveðið hliðarkerfi sem sem er kallað Endocannabinoid system, skammstafast sem ECS. Á íslensku myndi það þýðast sem Endokannabínóðakerfið og því skammstafast sem EKK. Kerfið sem um ræðir er flókið merkjakerfi frá frumunum sem samanstendur af endókannabínóðum, ensímum og kannabínóða-móttökum, sem hafa stjórn á ýmissi starfsemi í mannslíkamanum. Ber að nefna í þessu samhengi hjálp við svefn, skap, matarlyst og meltingu, minni, bólgumyndun, húðvandamál, endurheimt og frjósemi. Þessar flóknu tengingar finnast í heilanum, vefjum og kirtlum og í öllum aðal líffærum okkar. Kerfið var uppgötvað af tékkneskum vísindamanni árið 1992 í Ísrael og við þessa uppgötvun komust vísindamenn að því að líkaminn framleiðir sína eigin kannabínóða í margvíslegum tilgangi sem kerfið, ECS er hannað til að taka á móti.

Keypti CBD olíu af „díler“

Þegar Gunnar reyndi að hafa upp á CBD olíu fyrir þessum árum síðan þurfti að hann að nálgast það á svörtum markaði. Hann talaði um þegar hann hitti „dílerinn“ á bílastæði í Borgartúninu. Dílerinn rúllaði á planið á stórum Audi og þeir skiptust svo á glasi og tuttugu þúsund kalli eins og þeir væru að díla dóp, „það var ekkert öðruvísi,“ sagði Gunnar. Það er allt annað upp á tengingnum nú í dag. Olían er nú löglega flutt inn og seld hér á landi sem húðvara en upp undir hverjum og einum hvernig hin svokallaða húðavara er svo notuð.

Gunnar ansi hreint ánægður með uppskeruna.
Ljósmynd: Aðsend

Gunnar segir að síðustu hundrað ár eða svo hefur hampurinn, plantan verið svert og því talin hættuleg. Þessi áróðursherferð var sett af stað af há-kapitalískum hagsmunaaflum sem lögðust í beina atlögu gegn hampinum, og er þá ekki aðeins að tala um Indica afbrigði plöntunar heldur líka ræktun og alla notkun á Iðnaðarhampi. Hann segir að hampræktun hafi verið gríðarlega útbreidda og áberandi sem hráefni í allskonar iðnaði, í iðnaði sem snýr að textílframleiðslu og pappír svo eitthvað sé nefnt. En þegar stórir hagsmunaaðilar innan pappírsiðnaðarins, stáliðnaðar, plasts og pólyesters komu saman í einskonar samkurli með íhaldsömu og valdamiklu samfélagi bindindishreyfinga í Bandaríkjunum upp úr 1900, fór af stað mikil viðhorfsbreyting í garð plöntunnar sem svo nú loksins virðist vera í sterkum og jákvæðum viðsnúningi.

Vill sjá Kannabis-túrisma

Gunnar segir nauðsynlegt að hugsa fram á veginn í þessum efnum. Hann vill fá að sjá breytingar sem á næstu árum mun leiða til fullrar lögleiðingar á Kannabis. Hann segist vilja sjá hér á Íslandi kannabis-túrisma og útflutning af lyfjahampi. Hann nefnir spá í Danmörku sem segir að innan næstu fjögurra ára verði útflutningur af lyfjahampi í Danmörku orðin stærsta útflutningsvara Dana svo að um gríðarlegar fjárhæðir er um að ræða. Gunnar vill fá að sjá sjávar og byggingariðnaðinn koma sterkt inn með hamp. Hann talar um sjávarútveginn sem mesta sóða sjávarins og á sama tíma eru það þeir sem hirða allan gróðan af olíu íslendinga, fiskinn. Byggingariðnaðurinn er háður steypu og sementi þegar að við getum fært okkur í sjálfbær og umhverfisvænar byggingaraðferðir með timbri og hampsteypu sem er orðin gríðarlega algeng viðsvegar í Evrópu og Bandaríkjunum. Gunnar vill fá að sjá CBD á hjúkrunarheimilum þar sem geðfráviksgreiningarhlutfall vistmanna er um 75 prósent. Hann segir að þar sé engin að græða nema siðblindir lyfjarisar sem hann segir að svífist einskis þegar að kemur að því að finna eða skapa markhóp geðlyfja sem hafa sýnt að lækni engin geðfrávik með því í að plástra sárið sem er sýkt. Ráðast þarf á sýkingu vitundarinnar með raunverulegum stuðning við taugakerfi líkamans og þar komi CBD og aðrir kannabínóðar inn sem gríðarlega sterkir þættir. Sama vill hann meina að sé upp á teningnum með greiningar og innan sviga viðeigandi lyfjagjafir við ADHD, kvíða og þunglyndi og að það skipti engu máli hvort sé að ræða börn, unglingar eða fullorðnir.  

Finnur ekki fyrir fordómum

Gunnar segist ekki finna til fordóma í dag hvað við kemur sínum hampaktivisma. Hann segist mikla vitundarvakningu hafa átt sér stað á Íslandi með tilkomu Hampfélagsins og lögleiðingu CBD. Slíkar olíur má eflaust finna í dag á nánast hverju heimili enda komið í sölu nú í matvöruverslunum og apótekum út um allt land. Gunnar segist hafa samið frið við hampinn sem hann slóst við í mörg ár, þessi friðarsátt segir hann hafa haft mikil áhrif á edrúmennsku sína sem í dag er ekki keyrð áfram af ótta við efnið því hampurinn er fyrir honum heilari, græðari sem á sterkan þátt í sinni líkamlegri og andlegri heilsu.

Kannabisplantan í öllu sínu veldi.
Ljósmynd: Aðsend

Í lokin segir Gunnar, 

„Við erum náttúrulega öll á mismunandi leiðum sem leiða okkur að sama punktinum og mín leið snýr að líkamlegri og andlegri heilsu og að fá þennan stuðning við taugakerfið sem gerir mig stöðugan. Opnar vitundina mína fyrir því sem er og kemur mér inn í núvitund, þar kemst ég í samkennd gagnvart fólki og auðvitað sjálfum mér. Það er sköpun sem gerir mig hæfan til að leika mér þótt ég sé fullorðinn. Komast bara meira inn í náttúrulegt flæði því við erum að eldast, eftir fimmtán ár er ég orðinn 61 árs og við erum bara að fara að deyja eftir korter og því verð ég að njóta þess og vera í takt með náttúrunni. Og svona rétt í lokin, ég leit alltaf á plöntuna sem óvin en ég þurfti bara að beisla þetta, semja frið við plöntuna og sjá plöntuna sem það sem hún raunverulega er, í heild sinni, knúsa hana, lifi byltingin, hömpum hampinum.”

Hægt er að horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni