Nýjasti gestur bræðranna í Þvottahúsinu er hin elskulega Soffía H. Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Soffía villingur. Soffía sem er þriggja barna móðir úr Breiðholtinu fór yfir sögu sína og áföll en hún ólst upp með föður sínum til tíu ára aldurs sem beitti hana og móður hennar ólýsanlegu ofbeldi, andlegu, líkamlegu og kynferðislegu. Viðtalið markar ársafmæli Þvottahússins og er þátturinn númer 66. Gunnar tók viðtalið einn í þetta skiptið sökum þess að Davíð var vant við látin í einangrun sökum greinds Covid smits.
Þessi reynsla sem Soffía fór yfir í þessu viðtali hefur haft ómælanleg áhrif á hana á flestum sviðum. Hún lýsir því hvernig kynferðislegt ofbeldi sem faðir hennar beitti hana frá því að hún var ungabarn hefur mótað hana og hennar getu til að viðthalda heilbrigðum samskiptum, hvort sem um er að ræða í platónskum samböndum eða nánum ástarsamböndum.
Soffía lýsir því í þessu viðtali hvernig Gunnar faðir hennar byrjaði aðeins að undirbúa (e. grooming) hana sem ungabarn með óviðeigandi strokum og snertingum heldur mjög fljótlega fór hann að taka hana með sér til vina sinna þar sem hún var einfaldlega lánuð til svokallaðra vina föður hennar.
„Mennirnir sem sóttu í að vera með mér þegar ég var krakki. Pabbi minn fór með mig heim til vina sinna og, and you can only imagine what that means,” sagði Soffía.
Enn þann dag í dag geta ákveðin samskipti við karlmenn kveikt á endurminningum eða „flashback“ og stundum er eitthvað allt annað sem vekur upp þessar minningar.
„Það er eins og einhver komi til mín og segi, „Hey, pabbi þinn kom inn til þín á næturnar”, og ég bara „já, þess vegna svaf ég ekki á næturnar, þess vegna fór mér að ganga illa í skólanum”. Já, ég man, þessi maður misnotaði mig í þessum bíl og hann fór lengra yfir línuna heldur en ég hafði nokkurn tíman upplifað, það var sársauki sem fylgdi þessari tilfinningu, þessari minningu, ég gat ekki andað, ógeðslegt, svona hryllilegt trauma,” sagði Soffía um minningu sem hún hefur af atburði er faðir hennar skildi hana meðvitað eftir í bíl með vini hans með sælgætispoka í fanginu.
Þessi viðbrögð hennar og upplifanir hafa reynst henni erfið í samböndum sínum við menn sem á mismunandi hátt og kannski óafvitað færa sig of nálægt þeim mörkum sem Soffía hefur sett sér ómeðvitað sjálfri sér til sjálfsverndar.
„Heilinn á mér þekkir traumabonding, það er það sem er honum eðlilegt, traumabonding eru samskipti þar sem ég fer inn í samskipti sem eru erfið, óþægileg og áfallatengd og í staðin fyrir að bakka út og segja wowow þetta er komið of mikið, ég get ekki meir þá fer míns bara að gefa í,“ sagði Soffía við Gunnar.
Fljótlega eftir að Soffía komst á unglingsaldurinn fór hún að meðhöndla þessi áföll með áfengi og öðrum hugarfarsbreytandi efnum. Hún fann doðann sem til þurfti í neyslu, doðann sem þurfti því undir engum kringustæðum var hún tilbúin að horfast í augu við sárin sem hún bar innra með sér.
Neyslan tók auðvitað sinn toll og markaði hana enn frekar en um tvítugt náði hún að verða edrú með hjálp 12 spora samtaka og upp frá því öðlaðist hún getu til að leita uppi verkfærin sem til þurfti í þeim tilgangi að leysa upp þessar djúpu áfallaeindir sem hverfa bara ekkert af sjálfum sér þótt það sé það sem margir einlægt vilja trúa, að tíminn lækni öll sár, það er víst ekkert alltaf raunin.
Soffía hefur lagt gríðarlega vinnu í að heila sjálfið og er stendur sú vinna ávalt yfir en hún hefur komist langt á þeim tæpu tuttugu árum hún hefur unnið með þessi áföll með hjálp Stígamóta, þerapista og 12 spora vinnu. Soffía ber innra með sér þá einlægu ósk að geta verið nýtur samfélagsþegn og nefnir í því samhengi að geta einn daginn komist út á vinnumarkaðinn sem og deilt fullu sameiginlegu forræði yfir stelpunum sínum þremur sem í augnablikinu eru í forsjá feðra sinna en hún er eins og er, einskonar helgarmamma.
„Ég get alveg lofað þér því Gunnar að ef að ég væri ennþá í neyslu þá hefði ég orðið einhver svona kókaín drottning sem að myndi bara smala til sín svona barnaníðingum og kynferðisafbrotamönnum og svo myndi ég bara fá einhverja handrukkara til að taka þá niður og henda þeim út í hraun,“ sagði Soffía og bætti svo við: „Og ég hefði líklega bara ekkert samviskubit yfir því.“
Soffía segir að það sé í raun ótrúlegt að hún hafi náð bata því ofbeldið var svo hrottalegt. „Flestar konur með mína sögu, lifðu þetta ekki af.“ Tilgangur Soffíu með að segja sögu sína á þennan hátt er einlægur. Hún óskar þess innilega að manneskjur óhað kynjum sjái mögulega eitthvað í sögu sinni sem þau geti speglað sig í. Þaðan vonast hún til að þau sem það gera, sjái að um von er að ræða hvað varðar úrvinnslu áfallaeinda sem sitja í líkamanum eins og gamalt kennaratyggjó. Það eru leiðir sem leiða að sátt og frið og finnst henni mikilvægt að koma þessari sögu út í kosmósið, sögu sem inniheldur allt þetta viðurstyggilega ofbeldi en einnig upprisu og sýn á möguleika mannsins til að rísa upp úr einhverju sem lítur úr fyrir að vera óyfirstíganlegt en er það svo raunverulega ekki.
„Fyrirgefningin í þessu samhengi hjá mér er bara, þetta er allt brennt, fyrirgefningin er að núna klippum við þetta í burtu, öll aðstoðin sem ég er að fá, allt sem ég er að gera mun búa til nýtt cover. Fyrirgefning þýðir eiginlega bara að klippa í þessu samhengi, ég þarf ekki að hafa samúð með honum, þarf ekki að skilja hann og ég þarf ekki að þvinga mig eitthvað með „Þetta er nú einu sinni pabbi þinn“, fokking kjaftæði!“ sagði Soffía og bætir svo við.
„Það er bara alvarleg meðvirkni, einu sinni reyndi ég að fara inn í eitthvað svona með hann væri nú bara sært barn og blabla og var eitthvað að biðja fyrir honum og innra barninu hans og svo hitti ég hann í strætó óvart og sagði eitthvað við hann „Ég elska þig pabbi“ sem var náttúrulega bara kjaftæði því ég elskaði hann ekki rassgat.“
Í lokin segir Soffía. „Já, við búum öll yfir mannúð, við erum öll búin til úr ljósi og við erum öll hérna til að deila þessu wonders of life og því meira sem þú fattar um sjálfan þig, hvaðan þú ert að koma því meiri ástúð og umhuggju getur þú sýnt barninu í sjálfum þér og þar af leiðandi verður þú betra foreldri, þó að það sé ekki nema bara að vera foreldrið þitt.“
Það skal sagt að lýsingarnar sem koma fram í viðtalinu eru mögulega ekki fyrir viðkvæma.
Viðtal þetta birtist fyrst hjá Mannlíf í janúar á þessu ári en datt út þegar brotist var inn á ritstjórnarskrifsstofu Mannlífs eins og frægt er orðið.