Stefán hreindýrabóndi vann við selveiðar: „Við vorum búnir að veiða um 700 seli“

top augl

Gestur sjóarans að þessu sinni er Stefán Hrafn Magnússon. Stefán Hrafn fór til Grænlands 15 ára að aldri og gerðist þar síðar hreindýrabóndi í Isortoq. Hann hefur komið víða við og meðal annars unnið með Sömum í Svíþjóð og Noregi, en þar stundaði hann selveiðar í Austur–Íshafi hjá útgerð við Lofoten.

„Við lentum í smá ævintýri þarna. Við vorum búnir að veiða um 700 seli sem lágu á ísnum. Vorum að taka þá inn með víraspili þegar mjög sterkur straumur rekur okkur inn fyrir Sovítetríkin. Þar sjáum við skip koma í áttina að okkur á fullum hraða. Við tókum öll verkfærin upp úr sjónum og þurftum að skilja eftir nokkur hundruð seli. Þeir koma nær og nær og byrja að blikka okkur með ljósunum. Þeir spyrja okkur um staðarákvörðun og við gátum gefið þeim upp hnitið. Þeir komu um borð og ræddu við okkur. Mér fannst það vera svolítið skringilegt að stýrimaðurinn hjá þeim var frá Kasakstan, landi sem er langt inn í landi og liggur ekki að sjó. Maður hefði ekki trúa því að maður sem fæddist svona langt frá sjó væri að vinna við þessa vinnu.

Þegar þeir komu að skipinu tókum við eftir því að skipstjórinn okkar varð svolítið skelkaður, en hann var kominn að sjötugsaldur. Ástæðan fyrir þessari hræðslu var að hann hafði verið meðlimur í SS sveit Hitlers.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni