Steini stefnir á sólóplötu: „Ef þú ert ríkur pabbastrákur úr Garðabæ þá bara „ownar“ þú það“

top augl

Steinar Fjeldsted eða Steini í Quarashi eins og margir kalla hann er nýjast gestir hlaðvarpsþáttarins Þvottahússið sem þeir bræður, Davíð og Gunnar Wiium stýra. Hér er brot út því stórgóða viðtali.

Þegar að Quarashi leystist upp snéri Steini aftur til Íslands og byrjaði að drekka ílla. Í raun endaði hann bara upp í sófa með flösku af áfengi hvert kvöld. Hann segist ekkert hafa kunnað almennilega á lífið, búinn að vera í þessum frægðarljóma í nokkur ár þar sem var mikill hraði og kannski engin þörf fyrir hann að díla við eitthvað af þessu hversdagslega sem einkennist bara af gráma, svona samanborið við heiminn sem fylgdi tónlistinni. Eiginkona Steina setti honum að lokum stólinn fyrir dyrnar og sagði að hann yrði að hætta þessu rugli og taka sig saman í andlitinu, girða í brók eða að tilvist hans inni á heimilinu væri einfaldlega ekki í boði. Steini tók sig saman og varð edrú í kjölfarið og er búinn að vera það síðan. Hann er enn giftur þessari konu og hefur eignast með henni nokkur börn sem eru nú að vaxa úr grasi.

Steini er mjög flinkur á bretti

„Ég nenni þessu ekki, ok, þetta er bara mómentið þar sem annað hvort ég bara held áfram eða að ég fer að gera eitthvað af viti með líf mitt, og, já, ég hef ekki drukkið síðan,“ sagði Steini er hann rifjar upp augnablikið þegar hann ákvað að hætta að drekka.

Hjólabrettið hjálpaði honum

Segir Steini að hjólabrettið hafi hjálpað honum mjög í lífinu.

„Hjólabretti hjálpaði mér alveg gríðarlega mikið, á hjólabretti þarftu 100% að standa á eigin spítum, það er engin. að fara að hjálpa þér að bomba kickflip niður 8 tröppur, þú þarft að gera það sjálfur og svo er það þannig að þú dettur 1000 sinnum áður en þú lendir eitt trick, en þetta kennir þér þrautsegju og ekki gefast upp og standa alltaf upp aftur og þetta er bara þetta sem þú þarft að hafa út í lífið. Hjólabretti fyrir mig, sem hef lent í allskonar shitti í gegnum lífið eins og flestir, hjólabretti hefur alltaf bara haldið mér sane, haldið mér við efnið, hjálpað mér bara. Þegar þú ert að skeita, þá gleymir þú öllu öðru.“

Steini á förnum vegi

Það að börnin hans Steina séu að vaxa úr grasi þýðir að hann sé að komast á ákveðnar krossgötur í lífi sínu. Hann nefnilega tók ákvörðun í hjarta sínu að einbeita sér að fjölskyldu og þeim verkefnum sem snéri að rekstri þessara fyrirtækja sem hann stofnsetti í kringum skeit og hip hop. Það þýddi að hans tónlistarferill var settur á hilluna. Nú segist hann vera tilbúinn að fara að skoða tónlistina aftur og með það að leiðarljósi að kannski sé á leiðinni sólóplata. Spennandi segir hann og eitthvað sem hann segist muna rúlla upp með annarri þegar að því kemur. „Maður sér svolítið svona lífsmunstrið, ég er búin að vera í bara sama bransa bara frá því ða ég byrjaði á bretti og hlusta á rapp, og danstónlist og ég er ekki búin að gera neitt annað í lifinu, jújú, eignast börn og eitthvað en ég er bara búin að vera í þessu í lífinu.“

Vill ekki vera sell-out

„Það eru flest allir að rappa um stelpur, eru bara að sjá eftir þeim eða eitthvað, Prikið eða B5 eða eitthvað og kannski einhvern bíl sem þeir segjast eiga en eiga ekki,“ segir Steini um rappið í dag og heldur áfram. „Back in the day, þá var ekki cool að vera sell-out! Mér var boðið að vera með í 100 auglýsingum, einhver skyrstrákur, fokk nei skilurðu. 500 þúsund kallinn er búinn að morgun en allir eiga eftir að muna eftir mér í þessari auglýsingu svo ég hef alltaf sagt nei við öllu og það er bara af því að ég vil ekki vera sell-out. Ef þú ert ríkur pabbastrákur úr Garðabæ þá bara ownar þú það, vertu það þá bara.“

Að lokum spurði Gunnar Steina út í kynjahlutfallið innan rappsins og hjólabrettum í dag. Hann segir að jöfnuður sé að færast í aukana og að minna þol sé fyrir kynjabundnu ofbeldi í formi orða eða texta. Það er ekkert í boði virðist vera að rappa lengur um „bitches and hoes“ eins og það sé verið að tala um einskonar búfénað eða húsdýr, þetta er bara out eins og sagt er. Einnig segir hann að innan hjólabrettaheimsins sé að rísa mjög feminísk bylgja. Meðal annars eru sprottin upp hjólabrettafyrirtæki sem sérhæfa sig í brettum fyrir stelpur, konur og styrki aðeins konur. Hann vill meina að stelpur hafi tekið gríðarlegum framförum í bæði hljólabrettaíþróttinni sem og á snjóbrettum og að framtíðin sé afar björt í þeim efnum.

Þegar Gunnar spurði Steinar út í hvort hann hefði einhver lokaorð þá sagði hann. „Taka fokking skrefið og gera í stað þess að takmarkast af ótta.“

Hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni