Hampfélagið stendur á bakvið HAMPKASTIÐ sem eru umræðuþættir í hljóði og mynd og fjalla að sjálfsögðu um HAMP. Þáttastjórnendur eru stjórnarmenn Hampfélagsins Sigurður Hólmar og Þórunn Þórs. Gunnar Dan Wiium sér um úrvinnslu og fréttaskrif og Sigfús Óttarsson um tæknimál. Gestir þáttarins verða bæði íslenskir og erlendir sérfræðingar á sínu sviði um nýtingu hamps.
Nýjasti gestur Hampkastsins er Sigurður Hólmar Jóhannesson sem er formaður Hampfélagsins og eigandi Ozon sem rekur Hempliving og Gott CBD. Sigurður er einnig faðir Sunnu Valdísar sem greindist sem ungabarn með einn sjaldgæfasta taugasjúkdóm sem fyrirfinnst, AHC. Líkurnar á að greinast með sjúkdóminn er 1 á móti milljón.
Siggi eins og hann er kallaður segist ekkert hafa verið að spá í neinu hvað viðkemur hampi eða Kannabis fyrstu fjörutíu ár ævi sinnar. Eftir að dóttir hans Sunna Valdís greindist með sinn sjúkdóm var þeim sagt að með árunum myndi sjúkdómurinn batna en það varð svo ekki raunin, hún í raun versnaði bara eftir því sem árunum leið. Engin lækning eða lyf voru í boði fyrir sjúkdóm Sunnu og fór því Siggi á stúfana í leit að einhverju sem gæti linað þjáningar hennar.
Í kringum 2012 þá fer Siggi að kynna sér hvað væri í boði á pubmed.gov, þar fann hann eitthvað sem hann hafði aldrei heyrt um áður en það var CBD, og í því samhengi fór hann að sjá það aftur og aftur nefnt í sambandi við flogaveiki. Eitt af aðal einkennum AHC sjúkdómsins eru einmitt flogaköst og þar af leiðandi endaði hann alltaf þar hvað varðar möguleg úrræði. Hann viðurkennir að hafa verið ragur við að fara þessa leið.
„Þegar Sunna sjö ára, sem var 2013, fór hún að fá flogaköst, sem hún hafði ekki fengið áður. Þá mundi ég eftir þessu CBD sem var alltaf verið að tala um að gæti hjálpað gegn flogaköstum. Ég fór eitthvað að skoða þetta betur en var samt svolítið ragur við þetta af því að kannabis fyrir mér var bara eiturlyf,“ sagði Siggi og sagði að þegar hann hafi verið í grunnskóla hafi honum verið kennt að kannabis væru bara eiturlyf. „Þú tekur kannabis í dag og kókaín á morgun og svo ertu farin að sprauta þig á þriðja degi,“ sagði Siggi.
Árið 2017 voru flogaköstin hennar Sunnu orðin tíð og lífshættuleg í hvert skiptið. Siggi tók ákvörðun í kjölfarið að ferðast til Bandaríkjanna þar sem hann heimsótti fyrirtæki sem heitir Charlotte´s Web sem hefur verið leiðandi í ræktun á THC-fríum hampi. Siggi fór með eigendum þessa fyrirtækis í gegnum allt ferlið varðandi ræktun og vinnslu hampsins og að þessari heimsókn lokinni fer Siggi aftur heim til Íslands og tók hann með sér nokkrar flöskur sem hann byrjaði að gefa Sunnu. Á aðeins nokkrum vikum fækkaði flogaköstunum þar til að þau hættu alveg og hefur hún verið laus við flogaköstin síðan. „Það magnaðasta við þetta er að hún hefur ekki fengið eitt einasta kast síðan. Hún var alltaf að fá tvö, þrjú stór köst á mánuði áður.“
Sigurður nefnir í þessu samhengi vanmátt hins hefðbundna heilbrigðiskerfis á svo mörgum sviðum og segir hreinlega að sé verið kerfisbundið að brjóta á fólki með kvilla með óígrunduðum lyfjagjöfum sem oft á tíðum gera meiri skaða en gagn. Hann segir að ECS kerfið sé almennt ekki kennt í háskólum í heiminum í dag sem er í raun alveg galið vill hann meina.
Þegar hann talar um ECS kerfið er átt við Endocannabinoid system, skammstafast sem ECS. Á íslensku myndi það þýðast sem Endokannabínóðakerfið og því skammstafast sem EKK. Kerfið sem um ræðir er flókið merkjakerfi frá frumunum sem samanstendur af endókannabínóðum, ensímum og kannabínóða-móttökum, sem hafa stjórn á ýmissi starfsemi í mannslíkamanum. Ber að nefna í þessu samhengi hjálp við svefn, lund, matarlyst og meltingu, minni, bólgumyndun, húðvandamál, endurheimt og frjósemi. Þessar flóknu tengingar finnast í heilanum, vefjum og kirtlum og í öllum aðal líffærum okkar.
Kerfið var uppgötvað af Tékkneskum vísindamanni árið 1992 í Ísrael og við þessa uppgötvun komust vísindamenn að því að líkaminn framleiðir sína eigin kannabínóða í margvíslegum tilgangi sem kerfið, ECS er hannað til að taka á móti.
Siggi talar um hvernig viðhorf fólks í samfélaginu hafa breyst stórkostlega og þá einna helst eftir stofnum Hampfélagsins árið 2019. Hann segir að mikil vitundarvakning hafi átt sér stað þó svo að hann vilji einnig meina að langt sé í land og þá einna helst í sambandi við löggjafir og reglugerðir og er þörfin brýn hvað varðar aðgerðir að hálfu löggjafavaldsins.
Siggi talar um byrjenda ár Hampfélagsins og segir að það hafi ekki verið neitt mál að stofna sjálft félagið og fá kennitöluna en að það hafi verið smá ævintýri að þegar koma að því að stofna bankareikning. Hann labbaði inn í Landsbankann og segist ætla stofna bankareikning á nýtt félag, afgreiðslukonan sagði það bara sjálfsagt og tekur við pappírunum. Hún gjóir eitthvað yfir pappírana og verður hálf skrítin á svipinn og fer afsíðis með pappírana og kemur svo löngu seinna með pappírana og segir, “nei því miður, við getum ekki stofnað viðskipti við ykkur”. Siggi spurði hana hvernig stæði á því og hún byrjaði bara að stama og sagði að þau væru ekkert að standa í neinu svoleiðis. Svo þannig fór að Landsbankinn vildi ekki stofna til viðskipta við Hampfélagið sem eru bara hefðbundin félagasamtök. En þessi saga er einmitt lýsandi fyrir fordómana sem hamparar hafa mátt að verða fyrir á leið sinni.
Siggi segist alveg skilja út á hvað þessir fordómar snúast um, hann hafi sjálfur þurft að glíma við þessar hugmyndir og fordóma í langan tíma áður en hann svo tók ákvörðun um að gefa dóttur sinni olíu.
Hann segir að margt sé búið að breytast og í raun sé staðan sú að ræktun á iðnaðarhampi er lögleg en Ísland sé að bíða eftir Evrópureglugerð í málum hampsins til þess að leyfa CBD sem matvæli. Honum finnst það skrítið þar sem við séum ekki í Evrópusambandinu og gætum því búið til okkar eigin löggjöf og staðla. Ef við horfum til Evrópu sjáum við í málum sem snúa að krabbameinsmeðferðum þjóðir eins og Þýskaland þar sem krabbameinssjúklingum er ávísað kannabis samhliða hefðbundnum krabbameinsmeðferðum og með mjög góðum árangri. Sigga finnst einmitt við hér á Íslandi ekki nógu góð í að nýta okkur reynslu annarra stórþjóða sem virðast vera 20-30 árum undan í umgengni við kannabis.
Í þessu ljósi má benda á að Þýskaland ætlar að lögleiða allan kannabis árið 2024.
Möguleikar plöntunar segir Siggi vera óendanlega, því meira sem hann kynnir sér plöntuna því meira uppgötvar hanna að í henni felast gríðarlegir möguleikar hvað varðar líðheilsu á öllum sviðum sem og auðvitað klárt hráefni fyrir allskonar mannvirki og aðra hluti sem framleiddir eru úr hampi út um allan heim.
Siggi starfaði sem flugumferðarstjóri í 27 ár og elskaði þá vinnu. Örlögin tóku yfir og álagið að annast svona rosalega veikt barn tók sinn toll. Hann segist hreinlega hafa rekist á vegg og neyddist til að skilja við sinn farsæla feril sem flugumferðarstjóri og leita á önnur mið.
Ásamt því að stofna Hampfélagið saman með öðru góðu fólki rekur hann fyrirtækið Ozon ehf sem býður uppá hampvörur með vörumerkjunum Hempliving og gæðastimplinum Gott CBD.
Ozon flytur inn og selur hampvörur um allt land í apótekum og verslunum.
Samhliða því stofnaði hann fyrirtækið Mobility sem sérhæfir sig í hjálpartækjum fyrir fatlaða sem hann komst að eftir áralagt brölt með dóttir sinni að voru einfaldlega ekki í boði á íslenskum markaði.
Hjálpartækin sem nefnir hann í því samhengi hjólastóla sem voru bæði allt of dýrir og úrvalið frekar takmarkað og því vildi hann breyta og úr því spratt Mobility sem selja í dag fjölbrett úrval af hjálpartækjum á verðum sem aldrei hafa verið í boði fyrr á Íslandi.
Siggi stofnaði einnig með góðu fólki Góðvild sem er góðgerðafélag sem vinnur fyrir langveik og fötluð börn á Íslandi og hefur Góðvild gefið af sér gríðarlega orku til þessa málaflokks sem virtist alltaf mæta afgangi í samfélagsumræðu. Til að stuðla að vitundarvakningu í þeim efnum setti Góðvild af stað sjónvarpsþætti sem heita Spjallið með Góðvild þar tekið var vel utan um þennan málaflokk. Teknir voru upp 60 þættir sem nálgast má á Vísi, Youtube og godvild.is þar sem spjallað var við foreldra langveikra barna, þingmenn, ráðherra, sérfræðinga og börnin sjálf og þeim gefin rödd sem fram að þessu hafði ekki fengið að heyrast.
“Ég hvet fólk til að skoða plöntuna, fræðast um hana. Kíkja inn á Hampfélagið og skoða fyrirestrana sem voru haldnir af sérfræðingum á ráðstefnu Hampfélagsins árið 2019.”
Fjöldin af fólki sem mætti í troðfullt hús í stóra salnum á Grand hótel þegar ráðstefnan var haldin sýndi okkur það hvað margir það eru sem hafa áhuga á plöntunni. Síðan þá hefur áhugin samt sem áður bara verið að vaxa og fyrirspurnir berast daglega til Hampfélagsins frá krökkum í menntaskólum og háskólum sem eru að vinna hin og þessi verkefni tengd hampinum og því má búast við veldisauknum áhuga á hampinum og þeim 130 þekktra Kannabínóða með nýrri upplýstri kynslóð og það vekur upp von um þær nauðsynlegu breytingar hvað varðar líðheilsu og náttúrlegra lausna við hinum og þessum kvillum sem hið hefðbundna heilbrigðiskerfi hefur oft á tíðum mistekist að leysa.
Í lokin segir Siggi að nauðsynlegt þyki að lögleiða CBD sem og alla kannabínóðana sem fæðubótarefni en ekki bara sem húðvöru. Hann segir að það sé áherslumál og í raun óumflýjanlegur veruleiki sem ekkert fær spornað við.
Þetta upplýsandi viðtal má sjá á spilaranum hér fyrri neðan auk þess að finnast á öllum helstu streymisveitum. Einnig má benda á auðvelt er að skrá sig í Hampfélagið á hampfelagid.is og fá þar reglulagar tilkynningar á því sem er að gerast í hampbransanum á Íslandi.