Sjóarinn brá sér vestur á firði og hitti þar útgerðarmanninn, fiskverkandann og sjómanninn Þorgils Þorgilsson á Flateyri sem gerði hlé á flökun til að veita viðtal.
Þorgils var kominn á sjóinn ungur. 14 ára mun hafa verið til vandræða í gagnfræðaskólanum á Ísafirði þannig að skólastjórinn útvegaði honum vinnu í frystihúsinu í Hnífsdal og þaðan lá svo leiðin á sjóinn. Þorgils segir meðal annars frá því þegar hann hóf eigin rekstur í fyrsta skipti.
„Það byrjaði á Rifi, eða Hellissandi. Gerði út frá Rifi. Þá keypti ég mér trillu þar sem var gamall bátur úr eyjunum þarna sem ég breytti í fiskibát. Seldi hann svo og keypti dráttarbát frá Reykjavík, gamla Haka. Það var enginn lest í honum.“
En hvernig gekk Þorgils að fiska á slíkum báti?
„Það gekk bara vel. Ég var á honum á línu og færum og netum. Þetta var eins gámaskip, það var enginn lest. Það bara lagði á hann.“
Sjáðu þáttinn í heild sinni hér.