Sjóarinn brá sér vestur á firði og hitti þar útgerðarmanninn, fiskverkandann og sjómanninn Þorgils Þorgilsson á Flateyri sem gerði hlé á flökun til að veita viðtal.
Þorgils var kominn á sjóinn ungur. 14 ára mun hafa verið til vandræða í gagnfræðaskólanum á Ísafirði þannig að skólastjórinn útvegaði honum vinnu í frystihúsinu í Hnífsdal og þaðan lá svo leiðin á sjóinn.
Þorgils var um tíma til sjós bæði í Namibíu og Rússlandi en þegar hann dvaldi í Rússlandi kom upp sú staða að honum bauðst að hafa milligöngu um timbursölu til Íslands frá Rússlandi. Hann gerði þá samning um sölu á timbri hér á landi og skyldi greitt fyrir timbrið þegar það kæmi til hafnar í Reykjavík. Hann gekk frá því þannig að hann fékk bankaábyrgð fyrir viðskiptunum en þegar til kastanna kom fékk hann þær upplýsingar að ekki væri þörf fyrir timbrið, enginn í bankanum kannaðist við téða bankaábyrgð og úr varð að hann gat ekki gert upp í Rússlandi og þurfti að flýja Rússland þar sem mafían var komin í málið og hótaði honum lífláti.
Það óhapp dundi svo yfir Þorgils í janúar 2020 þegar snjóflóð féll á höfnina á Flateyri með þeimafleiðingum að allir bátarnir sem þar lágu eyðilögðust, þar með talinn snurvoðarbáturinn Eiður sem hann átti en minnstu munaði að hann hefði verið um borð þegar flóðið skall á en löngun til að klára að horfa á bíómynd bjargaði honum.