„Maður þekkti öll þessi lög en kunni ekki alveg textana af því að það voru margir sem voru svolítið óskýrmæltir; Little Richard og Elvis Presley voru sérstaklega óskýrmæltir, þannig að maður heyrði ekki alveg textana. Þannig að ég þurfti að búa til mína eigin af því að ég kunni ekki að syngja þetta eins og páfagaukur,“ segir Þorsteinn Eggertsson, einhver afkastamesti textahöfundur Íslands, um ástæður þess að hann tók til við að semja texta. Eftir hann liggja fjölmargar dægurlagaperlur sem flestir Íslendingar kunna og syngja með gjarnan við raust. Er ég kem heim í Búðardal, Slappaðu af og Gvendur á Eyrinni eru þeirra á meðal. Þorsteinn segir sögu sína í Mannlífinu með Reyni Traustason. Slappaðu af með Flowers þótti einstaklega grófur texti á sínum tíma. Þegar lagið var spilað í poppmessu gekk svo fram af konu nokkurri að sagðist aldrei aftur mæta í umrædda kirkju.
Annað kvöld, á föstudagskvöldið, verða tónleikar í Salnum í Kópavogi þar sem landslið söngvara og hljóðfæraleikara flytur lög við texta Þorsteins. Sjálfur segir hann söguna að baki textunum.
„