Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Unnar Gísli útskýrir sviðsnafnið: „Mér fannst Júníus vera svo lúðralegt nafn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Júníus Meyvant er tónlistarmaður sem flestir þekkja. Færri vita að hann heitir Unnar Gísli Sigurmundsson og er borinn og barnfæddur í Vestmannaeyjum. Hann á að baki stuttan en magnaðan sjómannsferil á togaranum Breka VE. Seinna lærði hann á gítar og hefur nú náð frægð víða um heim. Frægðin stígur honum ekki til höfuðs. Hann býr ásamt eiginkonu og börnum í Vestmannaeyjum og unir glaður við sitt. Rokkstjarna á kvöldin en venjulegur fjölskyldumaður á daginn. Hann er alinn upp við trú. Afi hans var sjálfur Einar í Betel. Tónlist hans á sér rætur þar. Unnar Gísli segir sögu sína í viðtali við Sjóarann og útskýrir sviðsnafn sitt. 

„Sonur minn fæðist 2009 og þá er ég svona að pæla í að breyta um stefnu og finna eitthvað nafn,“ segir Unnar Gísli og heldur áfram: „Og ég var svo mikið að hugsa út á við, að komast út, söng allt á ensku. Og ég vildi svona íslenskt sem gæti virkað út. Mér hefur alltaf fundist Meyvant vera flott. Og hélt alltaf að það væri ættarnafn.“

Reynir: „Meyvant á Eiði hét maður.“

Unnar Gísli: „Trukkabílstjórinn?“

Reynir: „Já, ég held að hann eigi besta bókatitil sem til er á Íslandi; Haldið þér kjafti frú Sigríður.“

„Kona mín heitir frú Sigríður,“ svarar þá Unnar Gísli og fær Reyni til að skella upp úr.
„Ég vissi þetta ekki fyrr en ég var búinn að taka nafnið,“ bætir Unnar Gísli við og segir að vinir hans hafi gefið honum bókina og þar hafi hann séð þetta og sýnt konu sinni. „Henni fannst þetta fyndið.“

- Auglýsing -

Unnar Geir heldur áfram að útskýra nafntökuna: „Ég sem sagt tek þetta nafn, Meyvant, mér hefur bara fundist þetta flott nafn. Og síðan Júníus, ég var í miklum brass pælingum á þessum tíma og er enn og mér fannst Júníus vera svo lúðralegt nafn, svona eins og langur maður með básúnu. Og mér fannst þetta passa vel saman. Og ég var líka að reyna að finna nafn á soninn. En síðan fæðist sonurinn og hann er bara alveg eins og pabbi og heitir Sigurmundur í dag, kallaður Simmi. En þetta er svona alþjóðlegt nafn, Júníus Meyvant, fólk getur sagt þetta. En Unnar Gísli Sigurmundsson, þetta er eins og Eyjafjallajökull.“

Klukkan átta í kvöld er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -