Miðvikudagur 30. október, 2024
5.5 C
Reykjavik

Viggó sigmaður telur lækna verðmætasta farminn: „Gerir allar hífingar öruggari og hnitmiðaðri“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigmaður Landhelgisgæslunnar, Viggó Sigurðsson, hefur komið að mörgum stórum björgunaraðgerðum á löngum ferli þrátt fyrir nokkuð ungan aldur. Í nýjasta þætti Sjóarans fer Viggó meðal annars yfir vinnuaðferðir sigmanna og mikilvægi samstarfs þeirra við lækna sem eru um borð í þyrlum Landhelgisgæslunnar.

„Við getum sagt að læknirinn sé okkar verðmætasti farmur. Við höfum alla jafna þá reglu að vera ekki að slaka lækni niður í aðstæður þar sem líkur eru að hann geti slasast. Því ef að við missum lækninn út þá náttúrulega skerðum við þjónustu vélarinnar gríðarlega. Þannig að í þessu tilfelli baðst læknirinn undan að fara niður og þá er það okkar sigmannanna, einnig menntaðir sjúkraflutningsmenn, að fara, meta, koma fyrir og þá koma sjúkling í hendur á læknum.

Ef að læknir fer niður reynum við alltaf að koma svokallaðri tengilínu niður. Það gerir allar hífingar öruggari og hnitmiðaðri. Einfaldar alla lendingu okkar á þeim stað sem við erum að fara á. Síðan kæmi læknir niður og börur. Læknirinn færi þá að sinna sjúkling og ég færi að græja börurnar, koma þeim fyrir og fer svo að aðstoða lækni við sjúkling.“

Hægt er að horfa á viðtalið við Viggó í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -