Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Yngsta listasafn Íslands

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lista- og menningarlíf á Akureyri blómstrar nú sem aldrei fyrr. Bærinn sjálfur og nágrenni hans eru í raun og veru eitt stórt listaverk, en vilji fólk heimsækja „aðeins“ minna listasafn þá er klárlega hægt að mæla með heimsókn í Listasafnið á Akureyri.

Listasafnið leggur ríka áherslu á að virkja sem flesta til þátttöku; fræða almenning um sjónlistir og efla umræðu um samfélagið, menningu og listir þar sem safnkennsla og fyrirlestrahald skipar stóran sess. Einnig er lögð mikil áhersla á samstarf við erlenda aðila, ekki hvað síst á Norðurlöndum.

Safnið leitast við að setja upp árlega nokkrar metnaðarfullar sýningar til að efla menningarlíf bæjarins, auka við þekkingu, áhuga og efla skilning á sjónlistum.

Varð að veruleika á afmælisdegi Akureyrarbæjar

Mynd af vef Listasafnsins á Akureyri.

Listasafnið á Akureyri er yngsta listasafnið á Íslandi, en hugmyndin að stofnun þess kom upphaflega frá Jónasi Jónssyni frá Hriflu, í blaðagrein sem hann skrifaði árið 1960. En þó liðu þrír áratugir frá áðurnefndri blaðagrein Jónasar uns hugmyndin um Listasafnið á Akureyri komst aftur í umræðuna; varð hún loksins að veruleika á afmælisdegi Akureyrarbæjar þann 29. ágúst árið 1993, bæjarbúum og bara öllum Íslendingum og útlendingum sem koma hér sem ferðamenn til mikillar gleði og ánægju.

Listasafnið á Akureyri er til húsa þar sem áður var Mjólkursamlag KEA, en byggingin er undir sterkum áhrifum frá Bauhaus-skólanum og hinni alþjóðlegu funkis-hreyfingu; safnið á Akureyri er miðpunktur og sameiningartákn þessarar Listamiðstöðvar sem er í Grófargili.

- Auglýsing -

Fyrir þremur árum síðan var safnið stækkað og gerðar á því gagngerar endurbætur Sýningarsölum var fjölgað og aðgengi bætt til muna. Húsnæði safnsins er hið glæsilegasta og aðstaðan eins og best verður á kosið. Mannlíf mælir eindregið með því að allir áhugamenn um listir og menningu heimsæki safnið, en um opnunartíma þess og aðrar upplýsingar er að finna hér: Opnunartímar: Maí – september: Opið alla daga kl. 10-17 og svo frá október – apríl er opið alla daga kl. 12-17. Aðgangseyrir er afar vægur, 1.900 krónur, en fyrir
eldri borgara og námsmenn kostar aðgangurinn aðeins 650 krónur.

Þá býðst gestum Listasafnsins að kaupa árskort á mjög hagstæðu verði – eða á aðeins 4.000 krónur og með kortinu getur fólk heimsótt safnið eins oft og það lystir í heilt ár frá og með kaupdegi. Árskortið er til sölu í anddyri Listasafnsins á opnunartíma. Þá má því við bæta að ókeypis er fyrir 18 ára og

yngri, öryrkja, nemendur, félagsmenn í ICOM, Físos, SÍM, Gilfélaginu og Myndlistarfélaginu.

- Auglýsing -

Mannlíf hvetur alla listunnendur að heimsækja safnið og gefa sér góðan tíma því það er svo sannarlega þess virði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -