Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Auður orðlaus eftir fullyrðingar danskennara: „Þú þarft að grennast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég get ekki setið hljóð, ég hef bara of mikið að segja.“

Svona byrjar færsla Auðar Huldar Gunnarsdóttur er hún segir frá því á Facebook síðu sinni að danskennarinn hennar hafi mælt með því að hún grennti sig.
Það er ekki ég sem þarf að breytast á nokkurn hátt heldur hugsunarháttur fólks,“ segir Auður. Hún segist jafnframt vera slegin yfir því að fólk leyfi sér að gagnrýna líkama annarra.

Auður lauk námi frá Institude of the Arts í Barselóna síðastliðið vor með áherslu á dans. Í kjölfarið flutti hún til Madríd til að vinna með dansflokki þar sem umræddur þjálfari starfar.

Auður segir það úrelt viðhorf að fólk eigi að vera eins grannt og mögulegt er til að flokkast heilbrigt og þeir sem séu enn þeirrar skoðunar ættu að hugsa sinn gang.
„Það geta ekki allir verið með „sixpack“ eða flatan maga, því allir líkamar eru mismunandi,“ skrifar Auður.

Auður Huld

Missti mátt í líkamanum

Hún segir í samtali við Mannlíf að auk tilmæla danskennara hennar um þyngdartap hafi hann einnig sagt að hún þyrfti að læra treysta leiðbeinendum sínum og þeirra ráðum, með öðrum orðum, treystu mér þú ert of feit, þú þarft að grenna þig.

- Auglýsing -

Síðastliðinn nóvember fékk Auður þungt höfuðhögg á dansæfingu og var í kjölfarið flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Eftir slysið fór Auður að missa mátt í líkamanum í tíma og ótíma og þurfti því að taka hvíld frá dansinum. Þjálfari hennar gerði lítið úr meiðslunum og sagði að hún væri einfaldlega ekki að borða nóg, hún ætti bara að fá sér stóra skál af pasta og þá yrði hún betri. Þetta er sami þjálfari og segir henni nú að grenna sig og því óhætt að segja að lítið samræmi sé í ráðleggingum hans.

Auður segist hafa svarað þjálfaranum og lýst yfir óánægju sinni yfir því að hann segði hana of þunga. Þjálfarinn baðst ekki afsökunar, þvert á móti, hann bað Auði að lesa aftur yfir umsögnina og segist aldrei hafa ýtt undir líkamsskömm hjá neinum. En í bréfinu stendur orðrétt: „I suggest you loose weight,“ eða: „Ég mæli með að þú léttir þig.“

Því miður segir Auður þetta ekki vera í fyrsta skipti sem hún sé sögð of þung í dansheiminum. Segist hún vera hávaxin og stórbeinótt, en aldrei hafa verið of þung. Þvert á móti sé hún heilbrigð og frekar grönn, enda alltaf hugað mikið að mataræði og hreyfingu.

„Ég man að 9 ára var ég farin að hugsa að ég þyrfti að fara út að hlaupa til að vera grönn fyrir ballettinn.“

- Auglýsing -

Auður segir dansheiminn vera harðan og miklar útlitskröfur gerðar innan hans: „Ég man að 9 ára var ég farin að hugsa að ég þyrfti að fara út að hlaupa til að vera grönn fyrir ballettinn.“

Ráðlagt að kremja brjóstin niður

Auður byrjaði í ballett 4 ára gömul og segir hún ballettinn gera afar miklar kröfur um að vera grannur og smágerður: „Á æfingum var kennarinn alltaf að segja: Inn með magann, inn með magann,“ segir Auður. Þessi stöðuga áminning um að vera grannur segir Auður  ástæðuna fyrir því að hún hafi þróað með sér átröskun þegar hún var 18 ára gömul. Sökum þess og vegna annarra ástæðna líka, tók hún í kjölfarið hálfs árs hlé frá dansinum og á þeim tíma prufaði hún ýmsar aðrar íþróttir: „Ég fór í fimleika, box og frjálsar íþróttir og fann aldrei fyrir þessum þrýstingi um að þurfa vera grönn í þeim íþróttum. Ég fann samt á þessum tíma að dansinn er þar sem ég á heima og byrjaði því aftur að dansa en skipti um skóla og ákvað að leggja meiri áherslu á nútímadans.“

Segir Auður kröfuna um eitthvað ákveðið útlit ekki vera jafn mikla í nútíma dansinum og í ballettinum, en þó sé ástandið hvergi í dansheiminum nógu gott hvað útlitskröfur varðar. Segist hún til að mynda nýlega hafa heyrt kennara segja við stórbeinótta stelpu þegar hann sá hana borða samloku: „Já þetta er ástæðan fyrir því að þú ert ekki jafn grönn og hinir.“

En það eru ekki aðeins gerðar þyngdarkröfur heldur eru brjóst einnig litin hornauga. Segist Auður vita dæmi þess að stelpum hafi verið sagt að þær væru með of stór brjóst og að þau tækju athyglina frá dansinum. Hafi þeim jafn framt verið ráðlagt að kaupa sér fatnað til þess að reyna kremja brjóst sín niður.

Segist Auður hafa orðið gjörsamlega orðlaus við að heyra þessi ummæli. Hún segir nauðsynlegt að konum og líkömum þeirra sé sýnd virðing og að fólk þurfi að læra að einbeita sér að því að horfa á dansinn sjálfan og öllu sem honum fylgir, en ekki velta sér upp úr líkamsbyggingu hvers og eins.

Auður segir að lokum að hún vonist til þess að niðrandi athugasemdir um mismunandi líkamsgerðir hætti og þá sérstaklega af hálfu danskennara og -stjóra. Því það sé fólkið sem dansarar eigi að geta treyst og litið upp til.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -