Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Böðvar fékk ekkert að borða um jólin: „Hreytti einhverjum leiðindum í mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gestur Sjóarans er sjómaðurinn, kennarinn og fyrrum fangavörðurinn Böðvar Þorsteinsson.

Böðvar sigldi bæði á frakt- og fiskiskipum en í landi starfaði hann sem bæði kennari og um stund sem fangavörður á Litla-Hrauni. Böðvar á langan feril til sjós að baki og segir meðal annars frá því að hann hafi misst félaga þegar Dísarfellið sökk. Í þættinum segir hann meðal annars frá fyrstu jólunum sem hann átti út á sjó.

„Þetta voru fyrstu jólin sem ég var að heiman, reyndar voru þetta fyrstu jólin sem ég var á skipi. Ég man alltaf eftir því að einn hásetinn var fúll og hreytti einhverjum leiðindum í mig í messanum á aðfangadagskvöld. Sem mér fannst miður því það er ekki við hæfi. Svo var kokkurinn étinn á gat sem aldrei skyldi vera, það er mjög óvinsælt. Þannig þegar til kom fengum við tveir ekkert að éta. Við fengum einhverjar brúnaðar kartöflur og eitthvað. Þetta er það versta sem kemur fyrir. Þannig að þetta var fyrsti túrinn minn að heiman um jól á sjó og ég var messagutti og fór ekkert neðar.“

Þáttinn í heild sinni er hægt að horfa á hérna

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -