Sunnudagur 19. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Bogi og Bryndís rukkuð um milljónir í meðlag af barnsmóður: „Við erum viðbúin næstu árásum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Fyrsta færslan var ákall eftir hjálp. Það er ekkert í kerfinu sem grípur fólk í okkar stöðu, hvergi á leiðinni er eitthvað sem stoppar af þetta óréttlæti. Alls staðar löbbuðum við á veggi og svörin sem við fengum yfirleitt á þá leið að svona eru jú bara lögin. Skiptir þá engu sú augljósa staðreynd að barnið hafði allt frá sambúðarslitum verið í jafnri umgengni við móður og föður og öllum kostnaði skipt á milli beggja foreldra“.

Svo segir Bryndís Rán Birgisdóttir í færslu á samfélagsmiðlum en dómur er fallinn í máli þar sem barnsmóðir Boga Hallgrímssonar fór fram á greiðslu meðlag sjö ár aftur í tímann.

Mannlíf sagði fyrst frétt af málinu í apríl síðastliðin.

Beið í sjö ár og krafði þá um milljónir

Bryndís segir að þau hafi aldrei, og muni líklega aldrei fá að vita af hverju barnsmóðirin lagði upp í þessa vegferð. Aldrei hafi verið hægt að sýna fram á að þau hafi ekki staðið við sínar skuldbindingar, fyrir utan þá staðreynd að Bogi hafi ekki greitt meðlag síðan þau skildu í árslok 2013. „Vissulega er það satt en ekki af því að Bogi sveikst undan skyldum sínum, það var bara samið um annað fyrirkomulag. Barnsmóðirin hafði á hvaða tímapunkti sem er frá því að sambúðaslitapappírar voru undirritaðir til að krefjast meðlags.

En hún beið í 7 ár og krafði okkur þá um milljónir“.

- Auglýsing -

Mál þeirra hjóna er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi sem fór fyrir dómstóla. „Ég ætla ekki að staðhæfa að aldrei áður hafi lögheimilisforeldri farið þessa leið að rukka inn meðlag, líklega er fullt af fólki þarna úti sem hefur lent í svipaðri stöðu og þá annaðhvort greitt þegjandi og hljóðalaust eða orðið gjaldþrota. Ofbeldi lögheimilisforeldris er löngu orðið þekkt í okkar samfélagi og birtingarmyndin oftast tálmun og/eða fjárkúgun. Á meðan þessar glufur eru í kerfinu þá mun alltaf vera til fólk sem notfærir sér það sem er ekkert annað að misnotkun á lögunum. Réttast væri að þessi misnotkun væri refsiverð en í staðinn samþykkir kerfið það”.

Aðeins lögfræðingarnir græddu

Bryndís spyr hvor ekki sé löngu orðið tímabært að stöðva þessa tegund af ofbeldi.

- Auglýsing -

„Málinu okkar lauk á þann veg að við vorum dæmd til að greiða henni meðlag 4 ár aftur í tímann eða aftur til ársins 2016. Þegar hér var komið við sögu vorum við búin að greiða henni mánaðarlegt meðlag í rúm tvö ár og því stóð eftir tæplega 2 ár sem voru til greiðlsu. Greiðsla meðslags samtals kr.571.758 plús dráttarvextir og því heildarupphæð meðlags 884.975. Við vorum auðvitað krafin um 3 milljónir svo vissulega var þetta mikill léttir. Það má ekki gleyma að eftir stendur lögfræðikostnaður upp á hundruði þúsunda sem hvor um sig greiðir. Hér græddu lögfræðingar, engin annar”.

Bryndís segir að í hinum fullkomna heimi hefði málið verið látið niður falla, enda galið í alla staði. „En við vissum áður en út í þetta var farið að það væri borin von, enda lögin ekki með okkur. Þessir peningar eiga vissulega að fara til barnsins en við munum líklega aldrei vita hvort þeir einhvern tímann rötuðu þangað”.

Hún bendir ennfremur á að sambúðaslitapappír hjá sýslumanni sé ekki samningur eins og hann kallast heldur ekkert annað en ávísun sem gildir í fjögur ár hið minnsta. Ávísun sem lögheimilisforeldri hefur í höndunum og getur notað til hótana og fjárkúgunar.

Var þetta þess virði?

„Daginn eftir að dómur féll fengum við bréf frá sýslumanni þar sem okkur er tilkynnt að kröfunni hennar um tvöfalt meðlag og tvöfalt meðlag ár aftur í tímann var hafnað”.

Bryndís spyr hvort þetta hafi allt verið þess virði? Allur skaðinn sem þetta hefur valdið til langstíma, sálarlíf allra sem búið er að setja á útsölu fyrir einhverjar krónur?

„Við erum sátt með þá lendingu sem málið okkar fékk og göngum sátt frá borði. Atlaga var gerð að heimili okkar og fjölskyldulífi. Við tókum ákvörðun að samþykkja ekki þetta ofbeldi og fara með þetta fyrir dómstóla. Við stöndum upprétt og sterkari sem aldrei fyrr. Við erum viðbúin næstu árásum eins og við höfum verið síðasta árið”.

Takk fyrir stuðninginn

Bryndísi þykir miður að í dómnum stendur að barnið hafi verið í jafnri umgengni til ársloka 2019 en rétt er að barnið var í jafnri umgengni til ársloka 2020. Þessu fengum við ekki breytt”.

„Í leiðinni langar mig að þakka öllum þeim fjölda sem létu sig málið varða. Þetta mál nefninlega snertir ekki bara okkur, heldur ótal aðra sem lenda í ósanngjörnum meðlagsinnheimtum. Við erum ekki þau fyrstu og ekki þau síðustu sem berjumst með kerfið á móti okkur.

Takk fyrir allan ykkar stuðning, fallegu skilaboðin, símtölin og heimsóknirnar. Þetta skipti okkur allt miklu máli“.

Með færslunni fylgir dómurinn í heild sinni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -