„Í ljósi þess að þetta gerðist í mars á Íslandi geri ég ráð fyrir að það hafi verið rok og rigning, sem fór vel með innihaldi tölvupóstsins. Síðasta hálmstráið af von fauk þar með út í marsrokið, ég hafði misst vinnuna, og nokkur hundruð manns að auki.
WOW air var fallið, það sem féll þó aldrei var andinn.
Fall WOW air, hinstu stundir flugfélagsins og WOW-fjölskyldunnar. Fólk hefur velt því fyrir sér hvers vegna samheldni innan WOW var jafn sterk og raun bar vitni…“
„Svo margar spurningar vöknuðu hjá almenningi á sama tíma og allir fjölmiðlar landsins urðu bleikir að lit. Hver áhrifin yrðu á samfélagið? Spurningarnar voru endalausar,“ skrifar flugfreyja um daginn örlagaríka.
Frásögn fugfreyju WOW má lesa í heild sinni í helgarblaði Mannlífs HÉR.