Gyða Dís jógakennari breytti algerlega um stefnu fyrir um 20 árum en áður hélt hún sér gangandi með gosi og súkkulaði. Síðasta áratuginn hefur hún svo gengið skrefinu lengra með því að vera 90 prósent á hráfæði. „Þrátt fyrir almennt heilbrigt líferni er það engin tilviljun að ég umbreytti lífsháttum mínum fyrir tuttugu árum. Ég á þrjá syni ásamt eiginmanni mínum, drengi sem nú eru orðnir fullorðnir menn, en einn þeirra er með alvarlegan hrörnunarsjúkdóm. Andlega er hann alveg heill, mjög greindur og hefur lokið háskólanámi, en hann þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Á yngri árum varð hann oft lífshættulega veikur og ég var löngum stundum hjá honum á spítalanum. Á þessum tíma var nóg að hann fengi kvefpest og það gat haft mjög alvarlegar afleiðingar. Ég hélt mér gangandi á gosi og súkkulaði, gat lítið sofið og það tók mikinn toll af mér. Ég fann að ég var ekki að hugsa nógu vel um sjálfa mig og ákvað að taka málin í mínar hendur svo ég gæti hugsað betur um son minn,“ segir Gyða Dís.
Of mikið álag og lítill svefn
Eitt af því fyrsta sem hún gerði var að taka til í mataræði sínu, hægt og blíðlega hófst að henda út ákveðnum atriðum í fæðunni. Það hefur hún gert frá árinu 2009 eða í rúman áratug. „Ég er enn á lífi og líður vel, en sumir telja að hráfæði gæti varla verið hollt til lengdar. Sér í lagi hérlendis yfir dimmustu og köldustu mánuðina. Það er mismunandi hvernig mataræði hentar hverjum og einum. Við erum öll ólík, en hráfæði hentar mér mjög vel. Þegar mér er boðið í veislu tek ég með mér nesti og fæ oft spurningar frá forvitnu fólki,“ segir hún og hlær. „Fólk vill fá að vita hvað ég er með, vill fá að smakka, og þegar ég varð vör við hversu mörgum finnst það ógurlega gott sem ég var að borða fór ég að halda námskeið þar sem ég kenni fólki að útbúa hráfæði. Þetta er sannarlega gómsætur matur sem ég borða og það kemur mörgum á óvart að ég er algjör súkkulaðigrís. Ég geri súkkulaðið sjálf og hef líka haldið mjög vinsæl námskeið í súkkulaðigerð,“ segir hún og bendir á bloggsíðu sína, shreeyoga.is. Það er uppskrift af hrákökunni sem hún var með á fimmtugsafmælinu sínu og allir hafi verið mjög hrifnir af. Gyða Dís segist vera í miklu betra formi núna 56 ára en þegar hún var tvítug. Bæði andlega og líkamlega. „Yngsti sonur minn segir oft „hvað er að frétta mamma þú ert eins og Benjamin Button.“ Ég yngist með árunum,” segir hún og hlær.
Hvernig er mataræðið?
„Ég er svona 90 prósent á hráfæði og borða einungis gufusoðið grænmeti og Ayurvedískan pottrétt sem samanstendur af mung baunum, kínóa eða basmati grjónum og kryddjurtum sem gerir mér gott. Svona matur er góður fyrir meltingarkerfið og sérstaklega yfir vetrartímann. Fólk er auðvitað mjög mismunandi, en meltingin skiptir mig máli og ég huga vel að þarmaflórunni. Síðustu ár hefur Gyða til dæmis borðað meira af súrkáli sem hún gerir sjálf eða kaupir tilbúið. Auk þess tekur hún daglega inn góðgerla og hætti ég að drekka kaffi árið 2004. Fyrir hana var mjög auðvelt að hætta einhverjum rútínum. En þá var hún greind með svokallað Raynards syndrome og þurfti að forðast þrjá hluti: Kulda, álag eða streitu og kaffi. Í hennar tilfelli var auðveldast að losa sig við kaffið og gekk bara eins og í sögu. En núna síðasta ár hefur húnbætt því aftur inn og finnst gott að gera sér ákveðin kaffidrykk með ýmiskonar super stöffi, en stundum notar hún kaffi eða sleppir því og geri kakódrykk með þessu stöffi í staðinn.” ,,Ég hef alltaf verið hrifin af öllu sem kallast ofurfæði “superfood” t.d. Chlorella og Spirulinu ég ríf hana í mig til að fá aukna orku. Sumum finnst það algerlega ótrúlegt en þetta er satt ég tygg hana vel hef trú á að hún sé góð fyrir tennurnar einnig (held það alla vega )“.
Langhlauparinn sem varð jógi
Gyða Dís hefur alltaf haft mikla hreyfiþörf. Hún var langhlaupari áður en jógað kom inn í líf hennar og breytti öllu. „Ég var langhlau-pari áður en ég hellti mér úti jógaástundun. Það má segja að ég hafi hætt að hlaupa á toppnum þegar ég kláraði fallegasta og skemmtile-gasta hlaup lífs míns, Laugavegshlaupið, sem var 54 km. Á þessum tíma var ég byrjuð að iðka jóga undir handleiðslu meistara míns, Kristbjargar Kristmannsdóttur jógakennara. Ég var búin að læra öndun, hugleiðslu, jógasöguna og að iðka Yamas og Niyamas. Árið 2009 hætti ég alveg að hlaupa og kynntist Hot jóga sem kom mér skemmtilega á óvart,“ segir Gyða Dís. Hún segir að það hafi verið magnað að upplifa það að hægt sé að keyra púlsinn upp og auka styrk, já og styrkja beinin sem er svo nauðsynlegt með jógaástundun. Ég bara fann mig algjörlega í krefjandi jógastöðum, fann einhvern veginn hvað jóga átti brjálæðislega vel við líkama minn. Svo fór ég aðeins lengra og rannsakaði hvað eða hvernig ég gæti öðlast betri reynslu, hvar ætti ég að gera það hérlendis eða erlendis. Ég fór að sjálfsögðu til Kristbjargar í 200 tíma jógakennaranám en mér finnst það í raun vera grunnurinn af öllu jóga hjá mér því það er gott að fara í íslenskan jógakennara skóla. Það er öðruvísi en að læra erlendis sem ég og gerði einnig. Í framhaldi af rannsókn minni fór ég alveg á bólakaf í jógakennaranám en hugsaði það í upphafi aðeins fyrir mig sjálfa til að auðga líf mitt, læra tæknina í öndun og hugleiðslu, læra að tækla mig á erfiðum stundum og kannski líka fyrir fjölskyldu mína.“
Mikið mótlæti
Gyða Dís segir að við lendum öll í mótlæti í lífinu og segir að það sé okkar ákvörðun hvernig við tökumst á við það. „Ég hef alls ekki sloppið við mótlæti og það hefur þroskað mig og gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Árið 2015 seldum við fyrirtækið okkar og þá stökk ég í djúpu laugina og byrjaði að vinna 100% sem jógakennari og Thai yoga nuddari í fullu starfi. Halda námskeið og opnaði litla jógaverslun sem bæði selur allt til jógaiðkunar ásamt fatnaði og meira til. Í Shree Yoga stúdíóinu er hægt að koma í kröftuga Anusara jógatíma, vinyasaflæði sem ávallt er vinsælast, Yin & Yang, Inversion eða viðsnúnar stöður svo sem handstöður, höfuðstöður og herðastöður ofl. Yoga Nidra – Djúpslökun er alltaf vinsæl svo og jóga fyrir 60 + þeir eru gríðarlega vinsælir. Ég kenni í raun allt. Er stöðugt að afla mér meiri og betri þekkingu með námskeiðum bæði hérlendis og erlendis. Það sem heillar mig alltaf mest er hvernig líkaminn “fúnkerar” líkamsstöður, líkamsbeiting eða ANATOMY líffærafræðin. Nú ég ætla bæta enn við mig þar nú í haust. Hjá mér eru einnig krakkar eða unglingar úr afrekshópum fimleikafélagsins Gerplu. Þau elska jóga, hugleiða, anda fara með OM og möntrur og elska djúpslökun. Börn og unglingar þurfa á jóga sem og við hin hin fullorðnu, allir þurfa á jóga að halda. Ég kenni einnig útí bæ og hef verið fyrir eldriborgara í Kópavogi í sumar svo síðustu þrjú árin hjá Sjálfsbjörg. Ég er ýmsu kunn og tel mig einmitt mjög færa í að vinna með einstaklinga sem glíma við ákveðna hömlun, fötlun eða hreyfihömlun. Allir geta stundað jóga, ég fullyrði það.
Lærði í Tælandi
Í janúar 2016 hélt Gyða Dís til Tælands þar sem hún náði sér í 200 stunda kennararéttindi í Anusara jóga sem hún kennir mikið í dag. Anusara jóga er jóga hjartans, að sjá allt það fallega í öllu sem er, sjá það að hver og ein leggur allt sitt í að ástunda og gera það 100% miðað við sína eigin getu og líkamsburð.Við erum svo misjöfn, hver og einn er einstakur eða einstök og við verðum að bera virðingu fyrir því, bera virðingu fyrir líkama okkar og læra að elska hann nákvæmlega eins og hann er.” Í lok október 2021 er Gyða Dís að byrja með þriðja jógakennara námið því jógað er ástríða hennar í lífinu. Svo fallegt að deila og leyfa öðrum að upplifa dýptina og skilningin. Útskrifaðir jógakennarar hafa mikið sótt tíma til mín sem og jógakennaranámið. „Ástríðan mín er að kenna jóga, leiða jógatíma, leiða fólk áfram inn í mismundandi stöður og jóga snýst ekki endilega um að fara í alla vega vindur og fettur og krefjandi jógastöður alls ekki. Það snýst um umbreytinguna í raun og veru. Hver viltu þú vera? Aðalástæðan fyrir þessu er að það er svo gaman að sjá fólkið sitt vaxa og dafna, fylgjast með ferðalaginu þeirra og þau að takast á við sinn innri mann. Í ken-naranáminu förum við enn dýpra að sjálfsögðu. Ég hef undanfarin ár boðið upp á á ýmiskonar jógaferðir hérlendis og erlendis.,,Heilsueflandi Gyð-juferðir” næsta ferð verður 28.október -31. Október. Þar er gríðarlega mikil viska og lærdómur sem jógarnir öðlast, finna sig og bera þessar ferðir oft saman við hinar ýmsar starfsmanna ferðir sem eru í sama tilgangi að bæta líf sitt og þekkingu í því sem það starfar við. Í framtíðinni sé ég fyrir mér einmitt að bjóða upp á starfsmanna ferðir einnig. Svo er það jógakennara námið sem er hugarfóstur mitt alla daga í raun, er sífellt að mennta mig meira og nú í haust ferð ég í mjög góða anatomy eða líffærafræði kúrsa til að öðlast meiri færni og allt nám gerir okkur víðsýnni. Námið hefst 31.október með vikudvöl á dásamlegu stað á Snæfellsnesi. Þar er allt til alls, hreinn vegan grænmetismatur / plöntufæði, hráfæði og Ayurveda fæði. Aðstaðan er öll til fyrirmyndar ró og kyrrð þannig að neminn geti algerlega “kúplað” sig út.
Hvað drífur þig áfram?
„Ástríðan, fyrir öllu því sem ég er að gera. Fólk spyr mig hvernig nennir þú þessu, vakna alla morgna og fara kenna? En jú ástríðan flytur fjöll ásamt kærleikanum. Ég geri mitt besta og elska það að fá fólk með ýmis konar vandamál og sjá það fá bata, styrkjast og verða heilbrigðara. Vegna þess að líkamar okkar eru gerðir til að hreyfa sig, ég er líka mikil Anatomy eða líffæra “nörd” það skiptir mig miklu meira málið að þú farir rétt í og úr jóga stöðunni / asana heldur en hvernig þú lítur út í henni. Við erum ekki að stunda jóga til þess aðeins að fara í fallega jógastöðu. Jóga er svo miklu miklu miklu meira en það. Ég sé sjálfa mig æva gamla kenna jóga fyrir unga sem aldna. Er bjartsýn á framtíðina og ef heilsan er í lagi þá er allt annað í lagi. Kannski svona í lokin er vert fyrir hvern og einn að huga að því hvað hann/hún setur ofaní sig eða fóðrar sinn eigin heilagleika eða líkama. Snýst svolítið um að hlúa að sjálfum sér fara vel með nýrun og lifur og átta sig á því hvaða fæða er raunverulega góð. Í lokin langar mig einnig að segja það að við fæðumst öll og deyjum öll. En stóra spurningin er hvernig þú ferðaðist um lífið frá upphafi til enda. Öll opnum við hliðið á fallega garðinum, með fallegum blómum, trjám, steinum vatni ofl. Flugur og fuglar. En þá er spurningin hvernig við ferðumst í gegnum lífið og sjáum við fegurðina í öllu sem er. Taka eftir og átta sig á því að allir eiga rétt á hamingjunni og allir geta verið hamingjusamir. Hver sem þú ert og hvernig sem þú lítur út. Hættum að bera okkur saman við aðra það eina sem vert er að gera er að bera sig við þig sjálfa/n. Búmerangið: hugsa fallegar hugsanir, tala fallega og gera góðverk.”